Og jamm og já. Aldrei nei. Og seiseinei.
Á mánudaginn átti ég óhappadag, en það var í góðu lagi því ég endaði hann á undurfallegum tónleikum Myrkra músíkdaga. Hljómeyki flutti módettu eftir minn ágæta mentor Úlfar . Helst til súrt hve fáir voru í salnum. Dagurinn kom þó út í plús.
Í gær fór ég á loka-og stuðtónleika Myrkra músíkdaga í Neskirkju þar sem Lúðrasveit Reykjavíkur frumflutti Klarinettulagið eftir hana Báru. Það var hrikalega skemmtilegt.
Mig grunar að ég sé í þann mund að verða forfallakennari Reykjavíkurborgar. Einn gaf einum símanúmerið mitt og þeir fóru svo í 'kasta á milli'. Gallinn er að ég kann ekki að segja nei. Kosturinn er að nú neyðist ég til að læra það, því þó það sé gott mál og gefandi að kenna börnum að spila á píanó, að þá verður maður víst að viðurkenna takmarkanir sínar þegar tíma manns og námsframvindu er ógnað vegna jámennsku. Þessa dagana er ég í Nýja tónlistarskólanum. Svo fer ég bráðum aftur þangað og svo aftur í Tónmenntaskólann. Þetta veldur mér umtalsverðum áhyggjum. Ég hef komið sjáfri mér í klemmu. Ég hef nefnilega gefið þá yfirlýsingu að ég sé hætt að vera neikvæð, en á móti kemur að ég verð að segja oftar nei. Hvernig getur farið saman að vera jákvæður og segja svo bara alltaf nei þegar maður er spurður?
Mér hefur líka fundist skopskyni mínu hafa hrakað síðan ég tók upp jákvæðari lifnaðarhætti. Ég hef með öðrum orðum ávallt séð spaugilegu hliðarnar á tilverunni með því að hneykslast og argast og fýlast. Og það hefur gefið mér innblástur.
Með von um að yfirstíga jákvæðnisbyrjunarörðugleikana um eða upp úr helgi óska ég yður góðrar helgi. Friðhelgi og landhelgi. Lofthelgi og helgihalds.
Eða segja innísér um leið og maður segir nei, glætan að þetta krakkaógeð nenni hvort eð er að æfa sig.....
SvaraEyðaÞað gæti hjálpað?
Stundum er gálgahúmorinn ágætur andlegur upplyftingur.