sunnudagur, febrúar 18, 2007

Les í lófa

Þá er komið nýtt júró-lag. Ég tók upp þann sið á síðasta ári að þýða júró-textann okkar á þýsku í þeirri von að græða á því stórfé þegar súperstjörnurnar fara að gera það gott vítt og breitt um álfuna. Textinn Herzlichen Glückwunsch sem birtur var hér á síðunni í fyrra hefur þó enn ekki selst, enda átti Silvia Nacht die Superstar ekki upp á pallborðið hjá Júrunum. En ég er þó hvergi af baki dottin og bind miklar vonir við að stórgræða á þýsk-þýddum jóró-textum. Nú þarf ég bara að finna textann.

Úúújeeee...

5 ummæli:

  1. Nafnlaus11:23 e.h.

    já mér finnst þú útsjónarsöm - Ich gelesen aber deinem lufen - greinilega lítið sem situr eftir af framhaldsskólaþýskunni minni!

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:16 e.h.

    já og varðandi skólann - þá er námskrá að vænta fljótlega - held að þar sé margt spennandi á dagskrá - er leynilegt enn um sinn.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus9:44 f.h.

    Já ég býð spennt enda hyggst ég útbýta honum meðal svissneskra júróvisionaðdáaenda þegar hann birtist á blogginu! Þó Eurovision fari ekki hátt hérlendis tókst mér þó að kynnast einum sem er með allar keppnir fyrr og síðar á hreinu.

    ps. er ennþá að raula "geil, geil, geil" síðan í fyrra ;)

    SvaraEyða
  4. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  5. Ég les í lófa þínum, leyndarmálið góða
    Ég sé það nú, ég veit og skil
    Það er svo ótalmargt sem ætla ég að bjóða
    Já, betra líf, með ást og yl

    Í lófa þínum les ég það
    Að lífið geti kennt mér að
    Ég fæ aldrei nóg
    Ég vil fara frjáls með þér
    Og fljúga yfir land og sjó

    Það er svo augljóst nú að allir draumar rætast
    Við höldum tvö, um höf og lönd
    Um lífið leikum við og lófar okkar mætast
    Þá leiðumst við
    Já, hönd í hönd

    Í lófa þínum les ég það
    Að lífið geti kennt mér að
    Ég fæ aldrei nóg
    Ég vil fara frjáls með þér
    Og fljúga yfir land og sjó

    Ég ætla að fara alla leið
    Með ást á móti sorg og neyð
    Ég fæ aldrei nóg
    Ég vil fara frjáls með þér
    Og fljúga yfir land og sjó

    Í lófa þínum les ég það
    Að lífið geti kennt mér að
    Ég fæ aldrei nóg
    Ég vil fara frjáls með þér
    Og fljúga yfir land og sjó

    Ég ætla að fara alla leið
    Með ást á móti sorg og neyð
    Ég fæ aldrei nóg
    Ég vil fara frjáls með þér
    Og fljúga yfir land og sjó

    SvaraEyða