Ég er að þýða alveg hrikalega fyndna þætti sem heita Matta fóstra og ímynduðu vinirnir hennar eða Foster's home for imaginary friends. Ég tók við því embætti af ekki ómerkari manni en Eyvindi Karlssyni, sem á heiðurinn að því titlinum og nöfnunum á persónunum. Mér finnst persónusköpunin í þessum þáttum með besta móti og ef ég gæti búið til svona persónuleikapróf eins og eru út um allan veraldarvefinn myndi ég búa til svoleiðis um Möttu fóstru og co. Ég er búin að komast að því að ég er Þyrnirós af Disney karakterunum, Legolas í hringadróttinssögu, Bill Clinton af Bandaríkjaforsetum, móðgaðist reyndar örlítið þegar ég fékk þessar niðurstöður og Easy Rider af kvikmyndum... sem var bara kúl.
En í staðin get ég haft skoðanakönnun, fólk má giska sjálft, eða getur beðið mig um að giska fyrir sig, á hvaða persónu úr Möttu fóstru það líkist mest.
Ég er Gú Gú Ga Ga. Á því leikur enginn vafi. Ég hef enga stjórn á ímyndunarafli mínu og get ekki einbeitt mér lengur en í hálfa mínútu að einu eða neinu.
Davíð er Vænn. Það skírir sig sjálft.
En hver ert þú, lesandi góður?
þú verður að giska fyrir mig. ég er ekki ennþá farin að fylgjast reglulega með barnatímanum
SvaraEyðaHey, ég og litla systa horfum stundum saman á þennan crazy þátt, ég tók einmitt eftir því fyrir stuttu að fröken Þórunn Gréta ætti heiðurinn af þýðingunni. Og ég er Hildur, tónó-nörd og selló-tónlistarsögu - kontrapunktskvendi :)
SvaraEyðaÉg er Ingveldur vina Gerðar sem er með link á bloggið þitt á síðunni sinni. Hef ekki litið hér inn áður en hvur veit nema ég geri það aftur - kann svolítið vel við mig. Mér leiðast líka blogg sem er ætlað að leysa þjóðfélagsvandann - svo ekki sé minnst á heimsvandann! Meira fyrir svona um mig og þig blogg - sýnist þitt vera þannig þó þú sért vafalítið afskaplega gáfuð. Ekki það sem ég meina með ,,gáfumannslausu bloggi" ;-)
SvaraEyðaFangor: Ég held að þú sért sjálf Matta fóstra. Þú ert lítil kona með fullt af kröftum og gáfum og ert fljót að láta til þín taka þegar vinir eru í nauðum.
SvaraEyðaHildur: .. já, en svo ég giski fyrir þig, þá finnst mér líklegt að þú sért Fríða. Hún kann allt.
Hildur og Ingveldur: Alltaf gaman að vita af nýjum heimsækjendum og mikið afskaplega kann ég líka vel að meta að þeir skrifi í gestabókina. Það er nefnilega stórlega vanmetinn séríslenzkur siður. Ég treysti mér ekki til líkja Ingveldi við neina persónu að svo stöddu.
Já þetta er hún Fjóla Hrafnkelsdóttir sem kíkjir mjög oft hér inn, enda ertu asskoti fínn penni!!
SvaraEyðaVerst að ég hef ekki séð þáttinn góða - er morgunsvæf með eindæmum- ein spurning þó til þín - mun Svarfaðadalur verða var við þig í sumar? Vona það.
SvaraEyðaKv. Guðfinna Gilitrutt
Sælar
SvaraEyðaSæbjörg heiti ég og er bloggperri...spjallaði við þig á Börnin heim, á hetjunni, ég er þessi með heimasætuflétturnar..annars getur Karna sagt þér nánari deili á mér. Gaman að lesa skrifin þín, meira vit í því en mörgu öðru. Við tækifæri langar mig að senda þér mail og spyrja aðeins út í þýðingar.
takk fyrir mig
ps. hvar er gestabókin?
Þetta eru einmitt uppáhaldsþættirnir mínir og aðalástæða þess að ég panta alltaf að fá að vakna á laugardagsmorgnum, en ekki sunnudags-! (Ásamt með Little Einsteins.) En, ég hef ekki alveg sett mig nógu mikið inn í persónugalleríið. Mest gaman væri þó að vera Blár. Hann er svo mikill fáviti.
SvaraEyðaÉg veit ekki hver ég er! Geturðu bjargað mér ÞG?
SvaraEyðaAgnes
Ég vil líka vita hver ég er, þó ég hafi aldrei séð þættina ...
SvaraEyðaSigga Lára: Alla langar til að vera Blár... fullkomlega siðblindur. En ég giska á að þú sért Fríða vegna ástarhaturs þíns á heimilisverkunum og foreldrahlutverkinu.
SvaraEyðaAgnes: Þú ert Játvarður... hann er sá eini sem yrði lofthræddur af því að standa uppi á stól ;)... Stór og mikill með stórt hjarta en öllum að óvörum lítill í sér.
Bára: Þú ert Hermann. Hann er skrifstofustjórinn með skipulagsdelluna.
Í ljós hefur komið að Gyða er Ostur.
SvaraEyðaSiggalára