Mig langaði heil ósköp á námskeið í dalnum væna. Öll námskeiðin heilluðu, leikstjórnarnámskeiðið kannski hvað mest, en ég uppfylli víst ekki inntökuskilyrðin. En þá voru hin tvö ekkert minna spennandi og ég var rétt í þann veginn að fara að skrá mig þegar ég ákvað að opna tölvupóstinn minn. Haldið þið að ég hafi ekki bara fengið inni á píanónámskeiði í Hamborg sem ég gerði mér engar vonir um. Námskeiðið heitir "Improvisation am Klavier" og þar mun vera kenndur spuni á píanó. Þannig að í staðinn fyrir físískan spuna í dalnum verður spunnið við píanóið í Hamborg.
Þvílík og önnur eins endemis gleði sem umlykur mig!
en gaman fyrir þig - hefði nú verið gott að sjá þig samt, held að þér hefði alveg verið hleypt í leikstjórnina. En eins og segir í klisjubók hinni fyrri: "þegar ein gardínan dregst fyrir opnast hurðin hjá nágrannanum."
SvaraEyðaGóða skemmtun í klavírspili
Takk, takk... stendur nokkuð í klisjubók hinni síðari hvernig maður getur sleppt því að draga fyrir, þótt hurðin hjá nágrannanum opnist??? ;)
SvaraEyðaMaður hefur bara ekki við að óska þér til hamingju þessa dagana! Hvenær ferðu svo til Hamborgar?
SvaraEyðasnilld, til hamingju :-)
SvaraEyðaTakk, takk, báðar tvær. Námskeiðið byrjar 22. júní, svo ég reyni væntanlega að vera komin amk. deginum áður og verð líklega einhverja 10 daga þar ytra.
SvaraEyða22. júní? Það er gott mál. Þá geturðu líka komið í Svarfaðardalinn :) Hlakka til að sjá þig á leikstjórnarnámskeiðinu og skemmtu þér vel í Hamborg. Mæli með göngutúr í listigarðinum.
SvaraEyðaOg svo auðvitað til hamingju með bróðurinn!