fimmtudagur, júní 14, 2007

Jaðar-Ísland

Næstu mánuði mun ég hefja rannsóknir á því sem ég kýs að kalla Jaðar-Ísland eða Íslandskuklið. Hið realíska Ísland raðkvænis og stólpípuæðis.

Ég heimsótti nefnilega frænku mína í gær sem heyrði á tal tveggja leikskólabarna:

Strákur: Jæja, nú verð ég að fara, pabbi minn er kominn að sækja mig.
Stelpa: Er hann pabbi þinn núna? Einu sinni var hann pabbi minn.

Ég vissi eiginlega ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli