mánudagur, júlí 30, 2007

Heim á ný

Maður bregður sér út fyrir borgarmörkin og Reykvíkingar bara búnir að vera skjótandi og étandi hver annan á meðan.

En sumsé, meðan þið stunduðuð skotárásir og mannát, knúsaði ég fjölskyldu mína og vini á Egilsstöðum sem sýnilegir voru og spilaði mína fyrstu tónleika í fullri lengd í Egilsstaðakirkju. Þeir gengu vonum framar. Í kirkjunni sátu þó ekki nema 20 sálir, en alveg óskaplega fallegar sálir. Svona er þetta bara, við Sóley erum svo óheppnar að vera ekki söngvarar og sveitungar okkar mæta ekki á tónleika nema það sé sungið.
Ég kom heim um klukkan hálf tíu í gærkvöldi, lagðist brosandi til svefns og vaknaði með bros á vör.

3 ummæli:

  1. Gott hjá þér og til hamingju með tónleikana, ég efa ekki að þeir hafi verið frábærir!
    Sjáumst fljótlega!

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:31 e.h.

    Mér til varnaðar þá var ég að skríða í koju eftir tónleikana á Borgarfirði nokkrum tímum áður en þú settist á stokk og performaðir yfir sálum í kirkjunni ;) ég er hræddur um að ég hafi ekki verið Guðshúsum hæfur...

    SvaraEyða
  3. Já, ég var á Ítalíu. Hefði annars komið. Hins vegar hef ég sungið einsöngstónleika í kirkjunni fyrir átta sálir, svo mýtan um hvað söngur trekkir á ekki alltaf við.

    SvaraEyða