föstudagur, júlí 20, 2007

Rumsk

Það er kannski ekki seinna vænna að básúna ástæðunni fyrir því að ég er hálf sambandslaus við umheiminn þessa dagana.... annars gæti farið svo að enginn mæti...

Við Sóley erum að æfa fyrir tónleika sem haldnir verða í Egilsstaðakirkju þann 29. júlí kl. 14:00.

Þar komum við til með að leika nokkur ljúflingslög á flautu og píanó, þar á meðal nýsteikta Lambakjötssónötu úr ofni Báru Sigurjónsdóttur.

Styrktaraðiliar eru Tónlistarskóli Fljótsdalshéraðs, Egilsstaðakirkja, Frú Norma og Fljótsdalshérað.

Helsti stuðningsmaður er Jón Guðmundsson.

Miðaverð er 1000 krónur fyrir hinn almenna borgara, 500 krónur fyrir námsborgara og eldri borgara og 0 krónur fyrir barnaborgara yngri en 12 ára.

(Borgari=Sá sem borgar)

Sjáumst!

3 ummæli:

  1. Þórunn Gréta!!!

    Ég gat ekki stillt mig um að fara inná fjöruga bloggið þitt eftirað ég sá kommentið þitt, takk, svo frábært að heyra frá þér, ég varð svo GLÖÐ og byrjaði strax að hugsa til þín á tónleiknum... fallega.

    þín Elísabet

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:33 e.h.

    Lambakjötssónata. Ef hún hljómar eins vel og það hljómar...

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus12:10 f.h.

    Það er eins gott að fara á lappir eigi síðar en um hádegisbil á sunndaginn, á sjálfri Ólafsvökunni, og mæta á tónleikana. Ekki spurning.

    SvaraEyða