Það tókst með herkjum að koma útvarpsþættinum saman í morgun eftir nokkuð skæða byrjunarörðugleika. En með því að ræsa út hana Kristínu vinkonu mína á fréttastofunni og draga hana í útvarpshúsið verandi á frívakt, tókst að bjarga öllu fyrir horn. Þátturinn er sumsé kominn á dagskrá, niðurklipptur og samanlímdur.
Ég ætla annars ekki að láta mig vanta á sinfó annað kvöld. Verkin á þessari efnisskrá heita í minni bók hot stuff.
---
Valgerður Sverrisdóttir hneykslaðist á arftaka sínum í fréttunum áðan. Valgerður heldur því fram að við Íslendingar séum, með því að senda einn friðargæsluliða heim, að bregðast skyldum okkar gagnvart Írak. Valgerður ásamt öllum sínum flokki og stríðsrekstrarstjórninni, studdi innrásina í Írak. Þar með brást hún til að byrja með skyldum sínum gagnvart Írak. Svo, til að friða samvisku sína eftir á, tefldi hún fram heilum friðargæsluliða. Þetta er náttúrulega helber yfirgangur og frekja í Ingibjörgu að skemmileggja þessa heiðarlegu tilraun stríðsrekstrarstjórnarinnar til að tefla fram heilu peði eftir að búið er að gera heimaskítsmát. Hvurs konar taflmennska er þetta eiginlega? Ég held að stjórninni fornfrægu væri hollast að panta sér námskeið í skák hjá stórvini sínum Bobby Fisher fyrir næstu viðureign.
Til hamingju með útvarpsafrekið! Og til hamingju með daginn : ) Verra er að ég sé ekki að ég geti hlustað á upptökuna hérna úti. Kanntu einhver ráð til þess?
SvaraEyðaÉg segi það sama og Agnes. Svo virðist sem okkur erlendis standi ekki til boða að hlusta á þáttinn þinn á netinu (og ekki heldur tónleikana, ef út í það er farið).
SvaraEyðaSvindl!
Takk elskurnar, en ég veit ekkert af hverju það er ekki hægt að hlusta á hann á netinu... verðum bara að vona að hann komi inn seinna. Tónleikarnir eru komnir inn, Bára, þeir voru geggjaðir.
SvaraEyða