mánudagur, nóvember 26, 2007

Þakkir og þrjú systkin

Mig langar til að koma á framfæri þökkum fyrir allar hlýju kveðjurnar sem mér hafa borist undanfarnar vikur, hvort sem verið hafa bloggleiðis, símleiðis, bréfleiðis, heim(sóknar)leiðis eða hvernig sem er.

Um leið birti ég mynd af okkur systkinunum, sem pabba entist ekki aldur til að sjá öll saman. Myndina tók Sverrir skólastjóri í Fellaskóla á laugardagin var.

Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. - Kahlil Gibran

Deyr fé
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
-Úr Hávamálum

5 ummæli:

  1. Nafnlaus1:33 e.h.

    Falleg mynd af yndislegum systrum og litla bróður.

    Mínar hlýjustu kveðjur til þín og þinna,
    Eva

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus7:22 e.h.

    Ósköp er þetta fallegur hópur. Og eins og Sigurjón Torfi er gleðigjafi Grétu og ykkar systra, þá er hann ríkur að eiga þessar tvær stóru systur sem munu aldrei þreytast á að segja honum pabbasögur. "Veistu það Sigurjón Torfi þegar hann pabbi ..." "Sigurjón Torfi, einu sinni var pabbi ..."

    SvaraEyða
  3. Elsku Þórunn Gréta mín
    Ég sendi þér og fjölskyldu þinni mínar innilegustu samúðarkveðjur.
    Klemm og knús
    Gunnhildur Ósk

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus1:37 e.h.

    En hvað þetta er falleg mynd af myndarlegum systkinum.

    Hugsa mikið og oft til þín og ykkar. Sjáumst kannski fyrir austan um hátíðirnar ef þú verður þar, annars við fyrsta tækifæri.

    Bestu kveðjur að norðan frá okkur Nóa

    SvaraEyða
  5. Myndarleg þrenna! Mikið er lillemann heppinn að eiga svona frábærar systur að.

    SvaraEyða