sunnudagur, janúar 06, 2008

Fyrirheitin fögru...

... sem fóru fyrir lítið... og svei þeim!

Þá er fríið endanlega búið. Ég hef ekki farið á fætur fyrir klukkan 11 á daginn síðan í öndverðum desembermánuði síðastliðnum. Ég hef ekki unnið brotabrot af verkefnunum sem ég ætlaði að vinna upp í fríinu. Ég rembist eins og rjúpan við staurinn að taka skynsamlega ákvörðun varðandi það hvernig ég skuli halda áfram eftir menntaveginum mínum, sem hefur verið ansi skrykkjóttur í mínu tilviki. Ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Í þetta skiptið hafði ég þrjár vikur undir feldi. Ég held að mér væri hollast að stunda yogað af samviskusemi fram á vorið... jafnvel lengur.

Þessi skrambans tími, getur aldrei beðið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli