Hefurðu hugleitt hvað þú sparar mikið með því að vera með yfirdráttinn hjá S 24?
- Nei, en ég hef hins vegar öruggar heimildir fyrir því að maður sparar ekki með því að vera með yfirdrátt, hvort sem það er hjá S 24 eða annars staðar. Hugsanlega er vert að hugleiða að maður tapar aðeins minna með því að hafa yfirdráttinn hjá S 24 ef maður þarf endilega að taka yfirdráttarheimild, en það er önnur saga. Jafn öruggar heimildir hef ég fyrir því að S 24 munu hins vegar græða á tá og fingri ef allir Íslendingar með yfirdráttarheimild hópast í viðskipti til þeirra. En viðskiptavinirnir sjálfir spara lítið á yfirdrættinum.
Ég verð að játa að mér finnst sorglegt að bankar laði til sín viðskiptavini með því að auglýsa hagstæða vexti á útlánum. Það eru bankarnir sjálfir sem græða á útlánunum, ekki viðskiptavinurinn. Hins vegar hagnast viðskiptavinir á hagstæðum innlánsvöxtum, en samkeppnin virðist ekki vera jafnvirk á því sviði. Vissulega þurfa að vera fyrir hendi lánamöguleikar, en að hagstæðir yfirdráttarvextir séu aðalaðdráttaraflið finnst mér vægast sagt sorglegt.
Þetta var alvarlegi pistill janúarmánaðar.
já, ég hjó líka eftir því hvað maður átti að græða mikið á yfirdrættinum. Gerðu eitthvað skemmtilegt á yfirdrætti, og þú græðir...
SvaraEyðagrrr!
æi, ég ætti kannski að fá mér svona gróðayfirdrátt, manni veitir ekki af smá peningum.
SvaraEyðaRannveig Árna
Hæ kæra Þórunn Gréta. virkilega gaman að finna hér tækifæri til að hafa oftar samskipti. Langar til að votta þér samúð mína vegna andláts pabba þíns. Það er mikil raun að ganga í gegnum ástvinamissi, ég hugsa hlýtt til þín og vona að þú finnir jafnvægið.
SvaraEyðaAnnars væri gaman að hittast, margt að segja frá og rifja upp. Verðum í sambandi og auðvitað færðu link líka.
Kv. Laufey Lind