sunnudagur, mars 16, 2008

Af hagabúum




























Afmælisbörn gærdagsins, f.v.: Sigurjón Torfi fæddur 15. mars 2007 og amma fædd 15. mars 1921. Svo er mamma lengst til hægri, hún átti reyndar ekki afmæli í gær, en það kemur að því. Af landfræðilegum ástæðum gat ég ekki knúsað þau í gær, en það kemur líka að því.

Höfundur myndanna beggja er Kristín Arna, systir vor.

Ég sit annars bara í fína eldhúsinu mínu, horfi á kaffikönnuna og hugsa hvort ég eigi að nenna að hella upp á og hvort það sé hollt að hella í sig meira kaffi, verandi tiltölulega nýkomin úr afmæliskökusamkvæmi til heiðurs Freyju Sigrúnar Freys og Auðardóttur. Ég get ómögulega fengið mig til að standa upp. En þetta var skemmtilegt afmæli.

Kannski maður skelli sér bara út úr skápnum með nokkrar fréttir. Ég hef ákveðið að taka inntökupróf í tónsmíðar í Listaháskólanum þannig að þessa dagana sit ég heima og föndra möppu til að sýna inntökufólkinu. Meðfram þessu myndast ég við að æfa mig fyrir framhaldspróf á píanóið sem mun fara fram í lok apríl. Ég sé því fram á nokkuð andfélagslegar vikur, en finnst það í góðu lagi eins og skáldið sagði. Þetta þarf allt að vera í gangi á sama tíma, eins og gjarnan vill verða þegar maður ákveður að gera margt í einu. Verst að ég veit ekkert hvað ég er að fara út í, ég hef aldrei búið til neinar svona möppur og svo er ég eitthvað ekki í stuði til að leggjast yfir gamlar glósur til að standast stöðupróf... en hey... hausinn undir sig og ekkert rugl, væla minna, vinna meira.

4 ummæli:

  1. JEI! Gangi þér vel!!! En maður á alltaf að taka fram hver tekur svona stúdíómyndir :) Ég hefði auðvitað átt að vatnsmerkja hana. Kannski geri ég það snöggvast. Ertu búin að prenta hana? Knús, K

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:16 e.h.

    þú þarft ekkert í öll þessi inntökupróf kjáninn þinn :)

    ég hringdi í hróðmar og hann gaf mér bara frí!

    við þekkjum þessa kennara, þeir kenndu okkur allt og vita hvað við getum :)

    Hildur sellónemi í LHÍ

    SvaraEyða
  3. Kristín Arna: Búin að bæta því inn.

    Hildur: Takk fyrir þessar ágætu upplýsingar, kannski ég hringi bráðum í Hróðmar...

    SvaraEyða
  4. Sigurjón er ekkert lítið krútt - ógó sætur! Og gangi þér vel með möppuna þína :-)

    SvaraEyða