Við Karí mæltum okkur mót á Mokka og sátum úti í veðurblíðunni í Reykjavík, sem þó ku ekki hafa komist með tærnar þar sem Héraðsblíðan hafði hælana í dag. Við ræddum heimsmálin af miklum móð þar til þá félaga Palla og Steina bar að garði. Þeir neituðu að ræða málefni við okkur og ræddu bara menn meðan þeir kjömsuðu á eðalbrauði sem þeir höfðu keypt í Bernhöftsbakaríi. Ekki oft sem maður sér fólk borða nesti á kaffihúsi, en hver segir svosem að hefðin þurfi að segja til um hvað sé viðeigandi og hvað ekki?? Karí þurfti svo skyndilega að hlaupa í vinnuna og hvarf áður en ég mundi eftir því að ég var með myndavélina í vasanum, svo ég á engar haldbærar sannanir fyrir því að hafa hitt hana. En Palli og Steini skiluðu mér heilli heim og hér sit ég, um það bil að skríða í bælið með gleraugnafar í andlitinu og þríhyrning á bringunni eftir vaffhálsmálsbolinn. Linsur eru málið í sól. Skrifa það í bókina mína.
Maður ER manns gaman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli