Í lok fréttarinnar segir George Bush um Rússa:
Bulling and intimidation are not acceptable ways to conduct foreign policy in the 21st century.
Kúganir og ógnanir eru ekki ásættanlegar aðferðir til að reka utanríkisþjónustu á 21. öldinni.
Er það ekki einmitt nákvæmlega svona sem Bandaríkjamenn reka utanríkisþjónustu á 21. öldinni? Horfðu Bandaríkjamenn ekki hlakkandi á aftöku Saddams Husseins í sjónvarpinu? Þeim finnst náttúrulega ekkert sjálfsagðara, enda aldir upp við að mæta á svæðið og horfa á þegar yfirvöld murrka lífið úr þarlendum ógæfumönnum.
Rússar hafa ekki enn tekið Saakashvili og hengt hann í beinni sjónvarpsútsendingu, svo þeir eru að mínu mati ennþá með heilbrigðari siðferðiskennd en Bandaríkjamenn.
Ég hafði ekki hugsað mér að taka upp hanskann fyrir Rússa, hvorki undir stjórn þessa siðblinda núverandi forseta né Pútíns, en ef það eru einhverjir í heiminum sem eiga ekkert erindi til siðapredikana af þessu tagi eru það bandarísk yfirvöld.
Og hananú! Ánægð með þig!
SvaraEyða