föstudagur, ágúst 22, 2008

Gubb

Í þessum töluðum orðum er verið að gubba fyrir utan gluggan hjá mér. Væri kannski ekki í frásögur færandi, nema af því þetta er í annað skiptið sem það gerist, ég fæ að hlusta á tilheyrandi ósjálfráð búkhljóð sem tilheyra athöfnum sem þessum og trúlega bíður spýjan fyrir utan hjólageymsluna. Ég sem hélt ég hefði flutt í settlegt hverfi í Vesturbænum. Nágrönnunum finnst ég greinilega svona leiðinleg. En mér finnst nú samt einum of langt gengið að gubba fyrir utan gluggann hjá mér. En það er alveg spurning hvort maður ætti að hefna sín eftir þriðja skiptið. Allt er þá þrennt er.

1 ummæli:

  1. Eg vona ad tu sitjir ekki inni med prjonana tina og hlustir a gubbid... fardu ut med ryksugubarkann og faeldu kvekended i burtu!! Haha, svo getum vid haft itarlegar samraedur um prjonaskapinn tinn!! HAHAHA! K

    SvaraEyða