Það er ekki öll snilldin eins.
Þann 13. ágúst sl. hlýddi ég á píanóleikarann Tibor Szász spila í Salnum í Kópavogi, meistaraverk eftir Schumann, Brahms og Liszt. Ég hafði aldrei áður heyrt h-moll sónötu Liszts flutta á tónleikum og hún steinlá. Áhugasamir geta lesið um snillinginn hér og hér. Það er skemmst frá því að segja að eftir að hafa heyrt hann spila, hálfsá ég eftir því að hafa skráð mig í masterclass hjá honum.. hvaða erindi á ég svo sem í að sitja í sama herbergi og svona hálfguðir, hvað þá að spila fyrir þá? Ég mannaði mig þó upp í það og sé ekki eftir því. Hef sjaldan lært jafn mikið á jafn stuttum tíma. Smábatnandi manni er best að lifa.
Í dag hlýddi ég svo á frænku mína, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur ofurkonu spila Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir Messiaen í Langholtskirkju. Ég vissi eiginlega ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta af gleði.. gerði á endanum hvorugt og klappaði bara eins og hinir.
Félagi minn var að velta því fyrir sér um daginn hvort tími 19. aldar snillingsins sé liðinn. Ég held ekki. Eru hálfguðir, snillingar og ofurmenni af gamla skólanum meðal vor? Jább! Ég hef séð nokkra með eigin augum.
BRAVÓ!
Ó, hvað ég hefði viljað vera á tónleikunum hennar Önnu Guðnýjar! Gott að það tókst svona vel:)
SvaraEyða