Er tíminn lína eða er hann kúla? Er tíminn y=ax+b í rétthyrndu hnitakerfi eða 4 x pí x r3 deilt með þremur í engu hnitakerfi? Eða var hann afstæður?

Hvað veit maður?
Annars hefur svosem hitt og þetta drifið á daga mína, það er ekki það. Rannveig og Óli gengu í það heiðna á Skálanesi um dagin, Baldur Pálsson Austfirðingagoði gaf þau saman. Falleg brúðhjón, falleg fjöll, dýrindiskræsingar, skemmtilega afslappað samkvæmi. Dásamlegt. Við komum samdægurs og fórum daginn eftir. Mér finnst alltaf erfiðara og erfiðara að kveðja eftir svona stuttan tíma. Ég vil staldra við í viku, lágmark.
Tvö próf búin. Fyrra gekk fínt, hið seinna var tekið í morgun, svo einkunn enn ókunn.
Á mánudaginn verða allir fyrstaársnemar tónlistardeildar LHÍ sendir í Skálholt. Þar ætla ég að hugleiða öllum stundum (a.m.k. öllum frístundum) og vinna með hlymin mín. Atli Ingólfsson, kennarinn minn, er ekki bara fyrsta flokks tónsmiður, heldur líka nýyrðasmiður.
Ég man ekki meir. Nema hvað núið er snúið.
Oh, tu ert svo gafud! Hvar fekkstu allar tessar gafur? Jealous! K
SvaraEyða