þriðjudagur, október 14, 2008

Snorri um kreppuna

Og þetta fann ég loksins. Þarna útskýrir minn ágæti vinur, Snorri Hergill Kristjánsson, efnahagsástandið fyrir meðbræðrum okkar í Bretlandi.

Ef tengillinn virkar ekki má fara á Youtube og slá inn leitarorðin "Snorri Kristjansson on economy".

Ef þið eruð niðurdregin má svo finna fleiri myndbönd með Snorra í uppistandsham á Youtube.
Ef þið eruð samt niðurdregin, þá mæli ég með því að þið pantið ykkur á Amazon allar seríurnar af Foster's Home for Imaginary Friends. Sjúklega fyndnir. Og hverjum er ekki sama hvert VISA gengið er þegar geðheilsan er í húfi?

Verði ykkur að góðu.

1 ummæli:

  1. Foster's Home for Imaginary Friends er eitt besta barnaefni sem völ er á. Ég fer í gott skap bara við að heyra lagið.

    SvaraEyða