Einu sinni var ég í ritnefnd. Þá var ég í 9. bekk í Fellaskóla. Ég fékk þá snilldarhugmynd að gera "Kennaraspurninguna" að föstum lið í blaðinu og hringdi í alla kennara skólans og spurði þau einnar spurningar sem ég man að mér fannst sérlega gáfuleg og skýr. "Hvað finnst þér um stöðuna í þjóðfélaginu?" Ég beið eftir víðtækum og ítarlegum svörum um stöðuna í öllum málaflokkum sem nöfnum tjáði að nefna. En kennararnir svöruðu allir á sama veg: Þetta er ekki nógu skýr spurning, ég get ekki svarað þessu. Svo ég henti spurningunni í ruslið og strikaði Kennaraspurninguna út af hugmyndalistanum með snúð á vör, eins og maðurinn sagði. Eða konan.
Ég er nú samt hrædd um að kennurum í dag myndi ekki vefjast tunga um tönn ef þeir væru spurðir um stöðuna í þjóðfélaginu, enda allir meira og minna með hana á heilanum. Maður rétt bregður sér út fyrir borgarmörkin og svo er þjóðfélagið bara á hvolfi þegar maður kemur til baka.
Við hjónaleysin höfum meira og minna verið í fjarbúð síðan á mánudag og verðum fram til morgundagsins. Við hittumst samt í mýflugumynd í hádeginu í dag og náðum að diskútera stöðuna örlítið. Nú æpa allir að þjóðin þurfi að standa saman í hremmingunum. Um það virðast allir frá Guðmundi Steingrímssyni til Hannesar Hólmsteins vera sammála.
Því miður strákar, enginn af tveimur ábúendum á mínu heimili er sammála.
Ástæðan?
Af hverju í ósköpunum ættum við að taka út þynnku eftir fyllerí sem við fórum ekki á?
Mikið er ég hjartanlega sammála þér. Nei! bíddu nú við!! Ég hef verið blá edrú í næstum tvö ár, átti ekki bót fyrir boruna á mér þá og á hana ekki enn. En það er kannski alltaf þannig þegar menn nema.
SvaraEyðaEn af hverju í ósköpunum vissi ég ekki að þú hafir stundað Fellaskólann? Var ég kannski bara búin að gleyma því?? Allavega er ég forvitin og langar að vita hvenær þú varst þarna og hvaða kennara hafðir þú??
Kv. frá gamalli skólasystur a.k.a Laufey Lind
Það er sorgleg staðreynd að fjárhagslegar fyllibyttur virka alveg eins og aðrar, neita að horfast í augu við vandann og láta stjórnleysið bitna á þeim sem síst skyldi.
SvaraEyðaLaufey Lind: Hér held ég að sé smá misskilningur á ferðinni... Ég var ekki í Fellaskóla í Breiðholti, heldur Fellaskóla á Fljótsdalshéraði, Norður-Múlasýslu.. ég hefði tekið eftir þér því þetta er pínulítill skóli!! Ég held að við höfum því aldrei verið skólasystur, bara samstarfskonur, kynsystur og vinkonur... ;)
SvaraEyðaSpunkhildur: Nákvæmlega, þess vegna neita fyllibyttur sem farnar eru að axla ábyrgð á eigin lífi og hafa horfst í augu við vandann að kóa fjármálafyllibytturnar.
Ussuss. Og ég sem hélt að þú værir ljóslifandi staðfesting á því að mínir skólafélagar væru ekki allir í fangelsi.
SvaraEyðaAllavega, sætti mig vel við áður tilgreind hlutskipti í lífi þínu.
kv. Laufey Lind
Mér fannst leiðinleg stemming í þjóðfélaginu meðan þeir voru fullir og er þynnkunni bara fegin.
SvaraEyðaHeld að mun skemmtilegri tímar séu framundan.