laugardagur, nóvember 22, 2008
Pólland-Ísland-Ísland-Pólland
Ég er mjög langt frá því að vera útlendingahatari. Eiginlega hef ég meira dálæti á útlendingum og útlöndum almennt heldur en Íslendingum og Íslandi og þá sérstaklega þeim sem koma þaðan sem áður kallaðist austantjalds. Hins vegar hló ég upphátt við að heyra sagt frá því í fréttum áðan að það gæti reynst Íslendingum erfitt að fá vinnu í Póllandi því til þess að vinna í Póllandi þurfi maður að kunna pólsku. Ég þekki mjög fáa Pólverja sem vinna á Íslandi og tala íslensku. Hins vegar þekki ég Króata og Tékka sem tala sérlega góða íslensku. Skrýtið. Og skrýtið að Pólverjar geti ekki unnt okkur þess að vinna í landinu sínu án þess að kunna málið. Eru þeir kannski að hefna sín fyrir eitthvað?
Ég þekki alveg slatta af Pólverjum sem tala fína íslensku ;)
SvaraEyðaEn punkturinn er mjög valid.
Reyndar hefur mér alltaf fundist það að maður flytur til útlands eigi maður að kunna eða allavega læra sem allra fyrst þá útlensku sem þar er töluð. Mér leiðist að panta á útlensku á veitingastöðum í Reykjavík, og finnst þetta því bara réttmæt krafa hjá Pólverjunum.
SvaraEyðaÍslendingar hafa svo gaman af að tala ensku við alla útlendinga þannig að það getur vafist fyrir innflytjendum að læra íslensku.
SvaraEyðaManstu t.d. efir Max sem kunni bara spænsku þegar hann kom til landsins og hann lærði fyrst ensku af því að landinn heldur að allir sem koma til Íslands tali ensku. Hann þurfti svo að fara á íslenskunámskeið til að læra málið sem enginn vildi tala við hann upp í Vatnsfelli.
Ég er hrædd um að margir Pólverjar hafi staðið í sömu sporum og Max.
kv. Rannveig Árna
Sóley, einmitt, ég skil þetta svo vel, en ég skil ekki af hverju Íslendingar gera ekki svipaðar kröfur.
SvaraEyðaRannveig, ég tala bara íslensku við útlendinga, en oftast biðja þeir sjálfir frekar um ensku. Hins vegar er alveg rétt að Íslendingum finnst alltof töff að æfa sig í ensku. Ég legg mig hins vegar fram um að tala íslensku eins mikið og ég get þrátt fyrir óskir útlendinganna.
Já, auðvitað eigum við að gera sömu kröfur, en þá fara einhverjir því miður að tala um útlendingahatur. Ég skil sjálf ekki hvernig það getur skaðað nokkurn mann að læra nýtt tungumál!
SvaraEyðaÞað að segja innflytjendum að læra íslensku er ekki merki um útlendingahatur, en það er jafn tilgangslaust og dónalegt og að segja fólki (í óspurðum fréttum) að það verði nú að drífa sig í megrun, hætta að reykja, eða bæta sig á einhvern hátt sem liggur alveg í augum uppi.
SvaraEyðaÉg þekki nokkuð marga útlendinga sem hafa sest hér að til lengri tíma, en engan sem vill ekki og reynir ekki að læra íslensku, þó það gangi misvel hjá fólki af margvíslegum ástæðum.
Gunnhildur