Betri helmingurinn hefur í þessum orðum töluðum kveikt á íþróttafréttaþætti og horfir á. Ég heyrði útundan mér frásögn af því að hundur sem gekk laus hafi truflað norska skíðakonu á svigbrautinni, en málunum var bjargað fljótt og örugglega, því hundinum hafi verið komið fyrir kattarnef.
Ég neita því ekki að mér finnst fullhart á málum tekið ef það tíðkast almennt að dýr séu drepin ef þau slysast inn á keppnisbraut skíðafólks. Hvar eru þær núna, fáklæddu stúlkurnar sem mótmæltu loðfeldum á Ingólfstorgi um daginn?
Mér finnst samt alltaf gaman að skoða fjölbreytileika íslenskrar tungu. "Koma hundi fyrir kattarnef". Þetta minnir mig alltaf á ungan dreng sem klagaði sár, í kennara sinn, eftir vatnsslag sem átt hafði sér stað.
SvaraEyða"..og svo skvetti hann á mig upp úr þurru"
Elli að austan