sunnudagur, janúar 18, 2009

Hjálp!

Ágætu landsmenn, til sjávar og sveita, ég æpi SOS!

Ég gerði óvart virkan einhvern skyndikynnatengil á facebook og ég hef bara enga sérstaka þörf fyrir skyndikynni þessa dagana. Tölvupósthólfið mitt fyllist á hverjum degi af einhverjum skyndikynnaskeytum! Það minnkaði að vísu eitthvað þegar ég stillti eitthvað á "in a relationship" en nú virðist fólk vera farið að efast um sannleiksgildi þeirrar skráningar. Kann einhver að aftengja þetta?

Virðingarfyllst,
með neyðarblyss-sendingu,

1 ummæli:

  1. þú þarft að fara í applications kassann þinn, fara í settings og breyta þar möguleikanum á að forritin sendi þér tölvupóst. það er vænlegast að gera þetta strax og þú færð þér nytt dót á snjáldurskinnu, þá losnar maður við þessa plágu.

    SvaraEyða