Jú, vissulega get ég skrifað undir það að áfengi í óhóflegu magni hefur hvorki góð áhrif á líkamlega né andlega heilsu. Það hef ég fengið að reyna á eigin skinni. Þá er undir engum kringumstæðum gáfulegt að drekka sig dauðan. En eins og margsinnis hefur verið bent á undanfarna áratugi, þá er siðferðilega rangt að gera fórnarlömb ofbeldis ábyrg fyrir verknaðinum, sama hvað þau kunna að vera áfengisdauð. Gerandinn er ALLTAF ábyrgur og á því er ENGIN undantekning. Sá sem kemur að áfengisdauðum einstaklingi og kýs að veita honum áverka í stað þess að koma honum til hjálpar er alltaf siðblindur ofbeldismaður.
Að þetta viðhorf skuli tíðkast er nógu alvarlegt mál, en að það skuli teljast verjandi að koma þessum boðskap áfram til almennings er til þess fallið að hlú að siðlausum og sjúkum viðhorfum.
Þetta kemur þó ekki á óvart, þar sem eitt sinn kynnti dósent við lagadeild Háskóla Íslands hugtak fyrir fullum sal af nemendum. Hann lét hafa það eftir sér að dómarar gerðu réttilega greinarmun á KUNNINGJANAUÐGUN UM VERSLUNARMANNAHELGI og öðrum ofbeldisbrotum og lét í það skína að það væri vegna þess að fórnarlambið væri sekt í slíkum tilvikum. Ég get fallist á að sönnunarbyrði getur verið erfið í þessum málum, en það er óverjandi að opinberir starfsmenn, sem og allir aðrir, samþykki slík gildi og viðurkenni.
Ég er alveg 100% sammála þér. Það er hins vegar tvennt ólíkt að benda á fylgni eða halda því fram að fórnarlömb beri sjálf ábyrgðina. Í auglýsingunni stendur: Áttu síður á hættu að verða fyrir ofbeldi, s.s. barsmíðum eða nauðgun.Þarna er að mínu mati verið að benda á fylgni, þ.e. að ölvað fólk sé líklegra til að verða fyrir barðinu á siðblindum ofbeldismönnum en óölvaðir, líklega vegna þess að þeir geta síður varið sig, en ekki að ölvaðir kalli þetta yfir sig sjálfir.
SvaraEyðaOg margt mælir með bindindi. Hótanir um hugsanlegt ofbeldi og útlitsáhyggjur finnst mér ekki þurfa að komast á blað.
SvaraEyðaOg ef brýnt er að taka á áfengisneyslu finnst mér enn brýnna að ræða við ofbeldismenn. Ofbeldi er nefnilega ekkert náttúrulögmál og þeir sem það fremja eru líka menn sem jafnvel lesa auglýsingar.
Nær væri að gera auglýsingu sem á stendur:
"Jafnvel þó viðkomandi liggi nær áfengisdauða en lífi með brækurnar á hælunum og grátbiðji þig að taka sig harkarlega í rassgatið, máttu SAMT ekki gera það þar sem viðkomandi hefur mjög skerta dómgreind og er ekki í ástandi til að meta eigin velferð, hvað sem hann segir.
Girtu uppum viðkomandi og komdu honum heim til sín."
Sjeeeet...
SvaraEyðaÉg er svo sammála þér, það er óverjandi að Lýðheilsustöð skulu fara fram með slíkan óhróður! Ég ætla að linka á færsluna þína á mínu bloggi.
SvaraEyðaDaníel: Þetta er samt undir engum kringumstæðum heppileg leið til að koma staðreyndum um þessa fylgni til leiðar til ungmenna, því þetta er a) til þess fallið að klína sök á fórnarlömb ofbeldis og b) ekkert annað en hræðsluáróður. Hvað hætta margir við að reykja af því þeim var nuddað upp úr auknum líkum á krabbameini? Af hverju ætti fólk að sleppa því að drekka með því að veifa framan í það auknum líkum á ofbeldi? Og það sem gerir útslagið eru myndirnar sem fylgja, umhverfið sem textinn birtist í. Amerískar 60's baby-mom myndir, táknmyndir undirokaðra húsmæðra. Þó það sé talað um "sofa hjá einhverri/einhverjum" þá er málinu augljóslega beint til kvenna frekar en karla. Lýðheilsustöð hefur unnið frábært forvarnarstarf með auglýsingunum "Láttu ekki vín breyta þér í svín". Höfða til þess að fólk, bæði konur og karlar, skyldi vera meðvitað um hvort það almennt geri sig að fífli undir áhrifum áfengis, haldandi e.t.v. að það sé bara að fá sér "einn eða tvo". Plís, hjálpaðu mér að henda þessum auglýsingum í ruslið! :)
SvaraEyðaEða kannski heldur: Geri sig að skrímsli undir áhrifum áfengis.
SvaraEyðaSem er mikilvægasti vinkillinn, finnst mér.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
SvaraEyða