Í kómhendu við síðustu færslu fékk ég áskorun um að vera kát og hef ákveðið að taka henni.
Við Karl Jóhann áttum senuna í Sölvhóli í dag. Það var voða gaman, Schumann konsertinn steinlá hjá Kalla. Ég ruglaðist í byrjunninni á Schönberg, aðeins í miðjunni líka, aðeins í miðjunni í Debussy og svo ýtti ég alla vega einu sinni á vitlausa bassanótu í Liszt og gerði stundum of ýkt rúbató. Ég ruglast alltaf eitthvað, en mér finnst nú samt alltaf óskaplega gaman að spila. Svo heyrist alltaf voðalega hátt í pedalnum.
En það er nú svo. Þar með er fyrsta stóra fjall vorsins klifið. Lagt verður á seinna fjallið, þ.e. tónsmíðatónleikana, þann 15. maí. Nánar um þá síðar. Nú er mér hollast að klára að skrifa verkið mitt út, svo hljóðfæraleikarinn fái allt í hendur á morgun... ekki seinna vænna, svo ekki sé meira sagt og svo framvegis.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli