Ég hóf daginn á staðgóðum morgunverði. Hugleiddi að margt hefði breyst í kýrhausnum sem jafnan geymdi margt skrýtið, en fimm ár voru nú liðin frá því að síðast rataði etanól inn fyrir mínar varir. Sólin skein hið innra og hið ytra. Daginn áður hafði ég í félagi við skólabróður minn úr Listaháskólanum skrifað hljómkviðu fyrir 10 þokulúðra fyrir Hátíð Hafsins. Hljóp með partitúr og parta til Kjartans, sem hafði tekið að sér að stjórna galleríinu og hélt á fund. Þaðan skaust ég í hendingskasti út á Granda og um borð í bát til að spila á þokulúður. Einn-tveir-þrír-fjór-einn-tveir-þrír-fjór... ég hef enga hugmynd um hvernig þetta hljómaði, en við vitum nákvæmlega hvernig á að gera þetta næst. Þetta verður í þremur fjórðu, ekta sjómannavals og norska varðskipið gerir úmm-ba-ba-úmm-ba-ba undir hinum lúðrunum.
Á eftir drukku allir flytjendur kaffi í boði tónskáldafélagsins á Kaffivagninum. Það er án efa virðulegasta kaffi sem ég hef á ævi minni drukkið.
Þaðan hlupu flytjendur og nokkrir fleiri niður á Austurvöll á fyrstu tónleika Lúðrasveitarinnar Selsins, sem skipuð er tónlistarnemum úr ýmsum áttum. Þátttökuskilyrði er að spila á hljóðfæri sem maður kann ekki á. Efnisskráin samanstóð af nokkrum ódauðlegum smellum:
1) Ég bið að heilsa
2) Love me tender
3) Marsbúa cha cha cha
4) Prumpulagið
Stjórnandinn kynnti á íslensku og útlensku í ljósi gríðarlegs fjölda appelsínugulklæddra útlendinga á Austurvelli. "These are all great musicians, but on other instruments". "And the last but not least; The Icelandic Fart Song"
Ég kann að hafa annarleg áhugamál, en ég held að það sé ekki hægt að skemmta sér mikið betur...
Svo var það útskriftarveisla hjá Helenu gullsmíðadúx, Flórída og Kofi Tómasar frænda í góðum félagsskap. Sofnaði og vaknaði brosandi. Trallalalalala.
PS. Myndir og myndbönd af æfingum og tónleikum Selsins eru sýnileg á Þértúbu og Snjáldrunni.
Hvurslags óendanleg snilldarhugmynd þetta með þokulúðrana.....áfram tónsmíðadeild
SvaraEyðakv.Gréta
Þetta er auðvitað bara hrein snilld!
SvaraEyðamu, mig langar að vera með í Selnum! Enn hægt? og ætli sé til trompet?
SvaraEyðaTakk, takk!!
SvaraEyðaHildigunnur: Já, það er allt hægt og ég held að það sé til eitt trompet!! Hafðu bara samband, ég er með æfingaplan og svona.
Hahaha the icelandic farting song! Klassi!
SvaraEyðaSnilld!!
SvaraEyðaOg til lukku með daginn ; )
Kv. Ragga