föstudagur, janúar 19, 2007

Er eitthvað að?

Samkvæmt Fréttablaðinu í dag hafa fjörutíu til fimmtíu ÞÚSUND Íslendingar skoðað kynlífsmyndband á netinu af Gumma í Byrginu og einhverjum skjólstæðingi hans Á TVEIMUR DÖGUM! Hvers konar perrar búa eiginlega á þessu landi? Oj! Hefur fólk virkilega áhuga á því að skoða svona dót? Ég er annars mjög sorgmædd yfir Byrgismálinu. Þetta grefur undan trausti almennings til meðferðarstofnana sem reknar eru af þeim sem þekkja sjúkdóminn af eigin raun og eru þar með þeir einu sem geta hjálpað. Ég vil þó ítreka aðdáun mína á Mumma og félögum í Götusmiðjunni og gera tilraun til að leiðrétta þann misskilning sem ég hef oftsinnis orðið vör við að Gummi í Byrginu og Mummi í Götusmiðjunni sé sami maðurinn. Guðmundur er algengt nafn.

Svo vil ég líka ítreka vanþóknun mína á íslenskum fjölmiðlum. Enginn er sekur fyrr en sekt hans hefur verið sönnuð. PUNKTUR. Að sjá hvernig mál eru blásin upp í fjölmiðlum áður en dæmt hefur verið í þeim, með tilheyrandi álitsgjöfum og ályktunum út í loftið kemur gubbunni upp í háls á mér. Megi sá syndlausi kasta steinunum sínum úr glerhúsinu sínu.

Þó ég kunni að vera hlutdræg, þá kemur nú líka upp í hugann beiðni Eyrúnar og Magna um að fá að vera í friði fyrir fjölmiðlum í smá stund eftir að Eyrún hafði haft þá gjörsamlega inni á gafli hjá sér meðan Magni var úti, verandi ein með nokkurra mánaða gamalt barn og að byrja í nýju starfi. Og hvernig brugðust fjölmiðlar við? Með því að gera grín að þeim fyrir að biðjast vægðar í smá tíma.

Hvað eru fréttir og hvað ekki? Ég fékk hláturskast um daginn þegar ég var í heimsókn á sjúkrahúsinu hjá afa á laugardagsmorgni og stillti á fréttirnar á Rás 1. Fyrsta fréttin þann daginn var að nýtt íslenskt tímarit væri að hefja göngu sína sem yrði bæði selt í áskrift og lausasölu. Í fréttum er þetta helst. Hvaða máli skipta heimsmálin þegar nýtt íslenskt tímarit er að líta dagsins ljós???

3 ummæli:

  1. Nafnlaus2:40 e.h.

    Já það er alltaf e-ð að, bara betra að það sé meira að öðrum en mér, þá er ég þó skárri.
    Annars, veistu um einhvern sem getur þýtt fyrir mig texta yfir í dönsku?
    Kv, Unnsi punnsi

    SvaraEyða
  2. Þetta var spaklega framsett og kann ég þér pistli yðar góðar þakkir.

    Mér er hjartanlega sama hvaða Guðmundur sefur hjá hverjum, veit ekkert hvað er í fréttum en á meðan kjarnorkuvá er ekki yfirvofandi og fuglaflensa og ebólaveira finnast ekki í íslensku lambakjöti er mér skítsama.

    Mér þætti gott ef til væri ríkisrekinn fréttavefur þar sem kæmu fram raunverulegar fréttir þar sem eingöngu markverðar fréttir sem snerta íslenzka alþýðu með beinum hætti væru að finna.

    Þann vef færi ég inn á.

    SvaraEyða
  3. Hæ Unnar, ég hef fengist við þýðingar úr dönsku, en veit ekki hvort ég treysti mér að þýða úr íslensku yfir á dönsku. Sigrún Blöndal og Guðbjörg Kolka færu hins vegar létt með það. Þær eru snillingar.

    SvaraEyða