Þegar ég týni bjartsýninni minni les ég Andra Snæ. Andri Snær kom nefnilega inn í líf mitt á fullkomlega réttu augnabliki. Um langt skeið hafði ég ekki lesið neitt nema rússneska realista, Nietsche og bölsýnisbókmenntir. Það er skemmst frá því að segja að ég var farin að bera þennan boðskap utan á mér á haustdögum 1999 þegar Andri Snær kom og hélt fyrirlestur í menntaskóla mínum. Ég labbaði út með Ljóðasmygl og skáldarán undir hendinni og fannst heimurinn allt í einu miklu fyndnari en áður. Hann var allt í einu bara allt í lagi, þrátt fyrir allt. (Hvað eru mörg öllt í því??) Og nú, þegar mér sýndist allur heimurinn hruninn og ónýtur mundi ég eftir eftirsjánni. Ég kíkti í eftirsjánna og sá að í dag er allt eins og það á að vera.
-
Allt þetta skal ég gefa þér
ef þú fellur fyrir þessu
stendur á bumbubananum
með mynd af stórskornum
magavöðva
-
Ef ég horfi á hálftíma þátt um
matargerð reyni ég að bæta mér
það upp með því að horfa á jafn
langa heilsuræktarspólu.
-
Sjá, búðin fyllist af Ástum og Tótum
í marglitum sófasamfestingum með
bauga undir augum dragandi á eftir
sér organdi afleiðingar af óteljandi
stefnumótum
-
Þegar hann hitti sætustu stelpuna
í bekknum sagðist hann bara vera
að kaupa bland fyrir helgina en svo
kallaði mamma hans yfir búðina að
hún væri búin að finna á hann alveg
frábærar nærbuxur.
-
Það var víst hjartnæmt
þegar strákurinn frá
10-11
kyssti Júlíu á kassa 3
bak við
svalafernurnar.
Úr Bónusljóðum, 33% meira eftir Andra Snæ Magnason
Engin ummæli:
Skrifa ummæli