Í dag líður mér þannig að ef löggjafinn kæmi til mín og segði mér að ég mætti ráða hvort hann setti í lög í dag að haldið skyldi úti almenningssamgöngum sem næðu frá Reykjavík, upp á Akranes og til Keflavíkur endurgjaldslaust EÐA að konur fengju jafnfeit launaumslög og karlar...
ÞÁ...
myndi ég velja fyrri kostinn.
Því miður.
Umhverfismál standa nú hjarta mínu næst af öllu tengdu stjórnmálum og mér er skítsama þó ég þurfi að sæta misrétti þangað til þeim verður komið í einhvern ásættanlegan farveg. Og þá er ansi mikið sagt. Peningar versus svifryk og súrál. En reyndar þýðir þetta ekki að ég komi til með að sætta mig við misrétti um alla framtíð... sem er aftur annað mál.
Hvað skyldi gerast í firðinum í dag???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli