Það var þann 15. mars á því herrans ári 1982 að ég var skírð í stofunni á Hjarðarhlíð 9 af séra Vigfúsi Ingvari Ingvarssyni, þá rétt tæplega eins árs að aldri. Um leið var Árni Kristján frændi minn skírður, en þetta er fæðingardagur móðurömmu minnar.
Sléttum 25 árum síðar, nánar tiltekið í dag eignaðist ég lítinn bróður. Fæddur á Landspítalanum fyrir um hálftíma síðan. Þegar pabbi hringdi var ekki búið að vikta hann. Gréta og snúður eru við hestaheilsu og allt ku hafa gengið ljómandi vel. Þvílík endemis hamingja!
------
PS. Einhvern veginn tókst mér að birta þessa færslu í dag og eyða henni jafnharðan, en hér kemur hún, miklu betri en ný... en Ástþór var svo fljótur að kommenta að það komst til skila í tölvupóstboxið. Sumsé, takk Ástþór :D
til hamingju með litla bróður :)
SvaraEyðaJEI! Tetta er skemmtileg vidbot i safnid. Svo faeddist hann alveg a sama tima dag og eg :)
SvaraEyðaSkemmto - koss og knus,
Karna
Innilega til hamingju með bróðurinn :)
SvaraEyðaHjartanlega til hamingu!
SvaraEyðaOg skemmtileg tilviljun með daginn.
Innilega til hamingju Þórunn Gréta mín!! :)
SvaraEyðaÞessi kveðja fyrir ofan var frá mér...gleymdi að skrifa undir...
SvaraEyðaBestu kveðjur!
Þóra Magnea
Til hamingju með litla bró. Bið kærlega að heilsa foreldrunum.
SvaraEyðaÞakka ykkur öllum, hann er algjört krútt, Davíð segist eiga sætasta mág á landinu.
SvaraEyðaKristín Arna miðjubarn: Þú ferð alveg að fá myndir af minnsta bróður ;)