fimmtudagur, apríl 19, 2007

Plögg

Á sunnudaginn næsta verða tónleikar Kammerskórs Reykjavíkur og VÍS-kórsins í Seltjarnarneskirkju. Flutt verður Gloria eftir Vivaldi. Létt og skemmtilegt og undurfallegt.
Þeir hefjast klukkan 17:00 og það kostar inn.... ég bara man ekkert hve mikið.
Ég mun standa á óvenjulegum stað í þessum kór... í fyrsta skipti á ævinni syng ég sópran. Viskíröddin virðist vera eitthvað að yfirgefa mig. Gott eða slæmt???
Þetta er áhættuatriði, alfarið á ábyrgð stjórnandans, sem heitir Björn Thorarensen.

3 ummæli:

  1. hvað er vís-kórinn?

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus12:41 f.h.

    Ég spyr nú eins og Völundur, er þetta einhver tryggingakór.
    En til hamingju gæskan með velgengni þína.

    SvaraEyða
  3. VÍS-kórinn er einmitt starfsmannakór Vátryggingafélags Íslands, skipaður mjög sterku söngfólki, skal ég segja ykkur. Það er sumsé ekki bara spilling í frumskógi Mammons, inni á milli trjánna leynast söngfuglar ;)

    Rannveig: Takk!!

    SvaraEyða