Í dag hef ég taumlausar áhyggjur af því að það sé að koma verðbólga. Ég veit ekki alveg af hverju, kannski hefur mig dreymt það í nótt. En um tvöleytið í dag voru áhyggjurnar komnar á það stig að ég ákvað að gera lauslega könnun á stöðunni í þjóðfélaginu. Áhyggjurnar jukust jafnt og þétt, svo ég ákvað að senda lögfróðum vini mínum tölvupóst og spurði hann hvernig honum litist á stöðuna. Hann sagðist telja að ég hefði metið stöðuna rétt, verðbólga kynni að vera yfirvofandi. En það væri samt tilgangslaust að sitja og hafa áhyggjur af því. Ég er samt enn með áhyggjur. Hvað gerir maður þá?
Það er allt í lagi. Bara ekki sitja á meðan.
SvaraEyðaSvo er líka gott ráð að borga öll verðtryggð lán og kaupa þurrmat.
SvaraEyðaEn best af öllu er að hætta að hugsa um þetta.
Svo getur verðbólga líka alveg komið sér vel. Þegar ég var að alast upp, þá var verðbólga. Þegar ég var 7 ára brá afi minn fyrir vestan búi og hvert barnabarn fékk 1000 krónur, í verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs, minnir mig. Þegar ég var síðan í menntaskóla fékk ég þetta afhent í lausafé, sem þá taldi einhverjar 13.000 krónur. Það mátti nú alveg fara á nokkur böll og meððí fyrir það...
SvaraEyðaÉg þakka heilræðin og tek til við að taka mig saman í andlitinu..
SvaraEyða