mánudagur, ágúst 20, 2007

Frítt í strætó fyrir alla nema suma

Mikið lifandis skelfing finnst mér stundum erfitt að vera jákvæð. Ég reyni og reyni.

Ég hoppaði hæð mína af gleði þegar ég sá fyrstu fréttir um fyrstu tilraunir til þess að hafa frítt í strætó. Ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá frítt fyrir alla. Það sér hvert mannsbarn hagkvæmnina í því þangað til það sest í valdastól á Íslandi. Þá er eins og það sjái bara þoku. Þetta kemur ekki til með að spara stöðugildi miðasölufólks, spara tíma vagnstjóranna sem fer í rukkun og aðgöngumiðavöktun og þar með allra farþeganna. Engu að síður koma námsmenn í borginn vonandi til með að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ákveða að fjárfesta í bíl, losa gróðurhúsalofttegundir og slíta malbiki á vetrum. Hins vegar, þá fór ég strax að velta því fyrir mér hvernig þetta yrði vaktað, hvort VIÐ námsmennirnir fengjum einhver sérstök kort og svo framvegis. Svo ég heimsótti sameiginlega heimasíðu Strætó BS og Reykjavíkurborgar og uppgötvaði að skólinn minn er, eins og svo oft áður, skilinn eftir útundan ásamt Tónlistarskóla FÍH. Þannig að, frítt í strætó fyrir alla nema okkur, takk fyrir og bless, sagði maðurinn sem ég talaði við hjá Strætó BS.

Alltaf jafn gaman til þess að vita að námið sem maður stundar njóti virðingar í þjóðfélaginu...

6 ummæli:

  1. Nafnlaus7:40 e.h.

    Dæmigert :@

    SvaraEyða
  2. Hmm... s.s. allir þeir skólar sem eru á framfærslu ríkisins - ekki borgarinnar. Undarlegt.

    SvaraEyða
  3. Btw - las þessa "skemmtilegu" umfjöllun í Fréttablaðinu í morgun ásamt GMB skammtinum. Finn að það er bresta á með ranti hjá mér. Ég sem tek aldrei strætó nema til að ná í bílinn eftir fyllerí. S.s. tvisvar á ári.

    SvaraEyða
  4. Já, ég las þetta líka. Það er sumsé okkar vandamál að sjálf lafði ljóshærða handboltadrottning sem gegnir stöðu menntamálaráðherra í landinu meti ekki tónlistarnám að verðleikum. Einhvern veginn virðast allir brotnu pottarnir í stjórnarráðinu eiga að bitna beint á tónlistarnemum. Svo svarar þetta lið ekki einu sinni tölvupósti, ég hef sent almennar fyrirspurnir bæði á Reykjavíkurborg, Strætó BS og eitt ímeil á Júlíus Vífil persónulega og þetta lætur ekki einu sinni svo lítið að svara. Ég nenni ekki að púkka uppá þetta lið og prísa mig sæla daginn sem ég get flutt til útlanda. Það er allt í vinnslu.

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus7:50 f.h.

    Ef þetta skiptir þá námsmenn sem eru skildir út undan máli, munu þeir láta reyna á beinar mótmælaaðgerðir. Flykkjast í vagnana, tugum ef ekki hundruðum saman og neita að borga. Ég er alveg viss um að það myndi virka. Ég er líka ennþá vissari um að þetta verður ekki gert. Við bara höfum það of gott til að nenna að gera eitthvað meira en að nöldra.

    SvaraEyða