Ég tók mér langan labbitúr áðan og tók eftir því að Síminn hefur tekið upp þá sorglegu stefnu að reyna að höfða til óhamingjusams fólks öðru fremur:
"Að rífast við kærastann í 33 mínútur en borga bara 3"
Ég held að nær væri að benda þeim sem þurfa að borga svo háa símreikninga fyrir það eitt að rífast við kærastann sinn í gegnum síma að þeim þykir ástæða til að skipta um símafyrirtæki til þess að geta gert það næstum ókeypis, á að fá sér bara nýjan kærasta. Það mun örugglega spara viðkomandi talsvert mikinn tíma, því þá þyrfti sá hinn sami ekki að eyða ævinni í að bíða þegar hann þarf að hringja í þjónustuver Símans.
Óháð þessu öllu saman, þá finnst mér ansi lummó af Símanum að stíla þessa nýju auglýsingarherferð aðeins á kjellingar og homma. Ég las í gær á skilti í gleðigöngu: Burt með staðalímyndir. Síminn er greinilega á öndverðu meiði.
Ég græt ekki yfir bíómyndum. Hins vegar verð ég alltaf hrærð á Gay Pride og svei mér þá ef ég felldi ekki eitt lítið tár þegar gleðigangan fór af stað í gær.
Eða að fá sér bara skæp - þá er hægt að rífast eins lengi og maður vill fyrir 0 krónur, og líka í mynd! Vúhú!
SvaraEyðaÆi, það hefur svo lítið upp á sig að rífast. Þetta er hallærisleg auglýsingaherferð en hún hefur sem betur fer alveg farið framhjá mér.
SvaraEyða