fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Ó, Keflavík...

...eða þarna Ljósalagið sem varð eitt aðalumfjöllunarefni Kastljóssins í gær.

Mér finnst þetta ekkert sérstakt lag og textinn í meðallagi flatneskjulegur, svona eins og gengur og gerist í flestum meðalpopplögum samtímans. En það er nú svo.

Hins vegar hef ég ekki áttað mig á því hvernig íbúum austan Snorrabrautar í Reykjavík hlýtur þá að líða þegar Reykjavíkurlögin eru sungin. Þeim sem búa þar austantjalds hlýtur að vera berlega misboðið þegar borgarbúar koma saman og allir eiga að taka undir "Fyrir sunnan Fríkirkjuna"? Ég minnist þess nú samt ekki að Breiðhyltingar hafi brugðist ókvæða við og sungið "Sunnan megin Seljakirkju"... en ég sé það núna að á þessu verðum við að finna lausn.

Þá getum við í gleði okkar
gengið suður Laufásveginn.

Þetta gæti útlagst á þennan veg:

Þá getum við í gleði okkar
gengið niður Ártúnsbrekku.

Við Reykjavíkurtjörn á rölti eftir dansleik.

Við verðum að hafa einhverja svona útgáfu tiltkæka:

Í Elliðaárdal á útihlaupaskónum.

Í bárujárnshús við Berþórugötuna
bar ég okkar skrifpúlt stól og rúm.

Í indælli blokk í Æsufellinu
ákvað ég að setjast með þér að.

Austurstræti,
ys og læti,

Fákafenið
fær á slenið...

Það er alltaf hægt að miðla málum, sjáið þið til....

1 ummæli:

  1. Nafnlaus8:40 e.h.

    Þetta er hárrétt athugað hjá þér kona.

    SvaraEyða