fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Kvöldverður

Áðan fór fram dæmigerður kvöldverður á Hjarðarhaga 64, 1. h.t.v. Hann fer þannig fram að allir setjast dannaðir við huggulega dekkað borð með huggulega framreiddum heimilismat á borðinu miðju. Svo segir kokkurinn gjörið svo vel og tveir aldursforsetar heimilisins taka til við mjög svo ómálefnalegar og allt að því heimskulegar rökræður um hvort sé betra, útlönd eða Ísland. Davíð hefur reyndar teflt fram leikmunum í þessa dramatísku athöfn, en hann festi borða með íslenska fánanum og stóran 17. júnífána í ljósakrónuna, svo það hallar nokkuð á minn málstað, en mér verður nú samt ekki haggað. Þessar rökræður koma aldrei til með að enda og engin niðurstaða mun nokkurn tíma fást. Hins vegar, þá held ég að rökræður af þessu tagi séu meinhollar fyrir sálina. Svo hefur mér alltaf leiðst í alvöru rökræðum.

5 ummæli:

  1. Nafnlaus3:43 e.h.

    Auðvitað er Ísland best fyrir okkur sem búun hér. Útlandið er best fyrir þá sem búa þar. Mjög einfalt, bara vera ánægður með þann stað sem maður býr á :)

    SvaraEyða
  2. Jebb. Útlönd eru fyrir Útlendinga.

    SvaraEyða
  3. Innlönd eru fyrir innlendinga og skógarlönd eru fyrir skóglendinga.

    Þú hefur verið klukkuð... hvað sem það nú þýðir :) rollan...

    Knúsó syssó,
    K

    SvaraEyða
  4. Uppáhalds svona rökræðan á mínu heimili heitir 'Schrödinger - kattaníðingur eða klár kall?'. Þetta er umræðuefni sem verður aldrei gamalt : )

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus9:28 e.h.

    Útlönd eru best! Sbr. nýtt blogg hjá mér um Malmöfestivalen ;)
    kveðja
    Kristján

    SvaraEyða