Það var einn sólríkan eftirmiðdag í sumar að ég sat við skrifborðið mitt og horfði út í sólina, að maður nokkur, sem var að lesa í útvarpið, færði mér lífsmottóið mitt á silfurfati. Ég hef alltaf vitað af því, en aldrei tekist að koma því í orð.
Mér finnst nefnilega fátt skemmtilegra en að fást við margt í einu. Ég hef mörg ólík áhugamál og á mér mörg ólík hugðarefni. Ég er iðulega með margar bækur á náttborðinu hjá mér í einu og les í þeim til skiptis. Mér hefur alltaf fundist ég eiga að skammast mín fyrir þetta, því manneskjan á að setja sér eitthvað eitt markmið, klára eitt nám og stefna að því að verða bestur í þessu eina fagi. Einhvern veginn svona athugasemdir finnst mér ég heyra hvert sem ég fer. Gera eitt í einu og gera það almennilega. Og ég fer þá að hugsa: Geri ég þá ekkert almennilega? Ég geri alltaf margt í einu. Svo sest maður á skólabekk og lærir um alla hugsuði fortíðarinnar, Xenakis var arkítekt, Rossini var listakokkur, Kafka vann hjá tryggingafélagi og allir voru alls konar. En nú virðist það vera bannað. Eða það hélt ég. Þangað til góði maðurinn talaði í útvarpið um þennan útbreidda misskilning og sagði að lokum:
Sérhæfing er handa skordýrum!
Og ég brosti við og sagði: Nákvæmlega!
jei :D
SvaraEyðaOg svo er svo GAMAN að vera ekki alltaf að gera það sama. Maður verður ekki leiður á vinnunni á meðan...
Snilld. Þér hafið frelsað oss...
SvaraEyðaamen!!
SvaraEyðaOg halelúja!
SvaraEyða