Ég held ég hafi fengið smá snert af fæðingarþunglyndi í gær þar sem ég sat og hlustaði á fyrsta útvarpsþáttinn minn og síminn hringdi. Hinumegin á línunni var Kristján Karl, ofurmaðurinn hjá Skjaldborg, sem tjáði mér að barnabókin sem ég þýddi í byrjun árs væri komin út og hann væri með eintak í bílnum, skyldi barasta skutla því til mín. En það ástand varð ekki viðvarandi, ég skaust til Brynju og drakk allt fjallagrasaseiðið sem til var í kotinu meðan hún skoðaði bókina, sem ber nafnið
Slummu, slepju, slef- og klísturbókin
Yndislega ógeðslegt uppsprettirit um meltingakerfið
og má sjá neðst á þessari síðu.
Í henni er allt afhjúpað og kallað sínum réttu nöfnum, ekkert puntuorðalag hér á bæ. Svo leynast í henni alls kyns hagnýtar upplýsingar t.d. um það hvaða breytingar verða í líkamanum frá því að við stingum upp í okkur gómsætu gúmmulaði og þar til líkaminn skilar því frá sér út um hinn endann, uppskrift að kúki, ævintýri holræsahetjunnar og margt fleira.
Mér finnst ég hafa unnið mér inn fyrir kaffibolla.
Bless á meðan.
Dugnaður er þetta. Til hamingju með börnin.
SvaraEyðaTil hamingju, ég hlakka til að lesa bókina. kveðja
SvaraEyðaKristján
Til hamingju, til hamingju.
SvaraEyðaÉg ætlaði að hringja í þig í kvöld en klikkaði á því. Við heyrumst bara á morgun í gott spjall.
HAHAHA! Um helgina þá var ég föst á laugarveginum og labbaði inn í pennan eða einhverja bókabúð þarna og sá einhverja bók með eh ógisslega slímtungu og fannst hún geðveikt spes. Svo beið ég eftir að vinkona mín kæmi að sækja mig í bókabúðinni og las alla bókina á meðan ég beið eftir henni, án þess að hafa hugmynd um að þú hefðir þýtt hana.. Sem er geðveikt spes því ég fer ekki oft í bókabúðir og les ábyggilega enn sjaldnar barnabækur þegar ég fer í bókabúðir...
SvaraEyðaSkemmtileg tilviljun sem mig langaði til að deila með þér... :P
En til hamingju með bókina! Hún er mjög skemmtileg og fræðandi!! ;)
æi, ég missti af útvarpsþættinum, mamma þín var búin að segja mér af honum. En til lukku með öll þessi afrek.
SvaraEyðaFjúhh! Það hlýtur að hafa verið átak að þýða annað eins. Til hamingju duglegust og með þáttinn þinn líka auðvitað.
SvaraEyðaTil hamingju með þetta! Ég er að hlusta á þáttinn þinn núna.. verið að spjalla um klarinett :) Sakna þín og vonandi sjáumst við sem allra fyrst. Með kveðju frá Köben
SvaraEyða