fimmtudagur, október 04, 2007

Sama sagan

Hugmyndaflug er ekki í fólki. Ekki frekar en hæfileikar. Hugmyndir bara fljúga fram og til baka og maður verður bara að vera fljótur að grípa ef maður vill eiga þær. Ég las t.d. í Fréttablaðinu í dag að maður nokkur hefði fyrir löngu fengið hugmynd sem ég fékk fyrir um 10 árum síðan, en hef ekki komið henni á neitt framkvæmdastig ennþá. Þar með á ég ekkert í þessari hugmynd. Og það er bara í góðu lagi, þannig hefur það alltaf verið. Nú verð ég bara að fá mér smá labbitúr og grípa einhverja af hugmyndunum sem eru núna á flugi yfir Vesturbænum.

Eins með hæfileika. Þeir eru ekki meðfæddir. Þeir eru færni sem hver sem er getur náð ef áhuginn og metnaðurinn er raunverulegur.

----

Ég komst að því í gær að það að viðurkenna að ég hafi haft rangt fyrir mér, að ræða um lausn og að taka afleiðingunum, tekur í kringum 15 mínútur. Málið er dautt. Eða svona í dauðaslitrunum. Ég er enn soldið fúl yfir því að hafa haft rangt fyrir mér. En öllum öðrum er sama og það er þá ásættanlegt. Eða allt að því...

----

Það er margt skrítið í kýrhausnum.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus11:42 f.h.

    Ég sé þig fyrir mér með háf að veiða hugmyndir, svona eins og þú værir á fiðrildaveiðum.
    En frænka, við verðum einstaka sinnum að hafa rangt fyrir okkur, þó ekki væri til annars en að gleðja samferðafólkið.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus3:32 e.h.

    Þegar fólk fær mjög margar hugmyndir reynast flestar þeirra vera mjög vondar. Kúnstin felst ekki í því að fá hugmyndir heldur að leggja mat á gæði þeirra. Góð hugmynd er heldur einskis virði fyrr en búið er að ýta henni í framkvæmd. Ég veit dæmi um fólk sem er stöðugt að fá góðar hugmyndir, segja öðrum frá þeim og taka drengskaparloforð um að þeim verði ekki "stolið" en kemur svo engri þeirra í verk sjálft.

    SvaraEyða