Það ætti að lögsækja fólkið sem fann upp flensuna.
Ég sem gjarnan monta mig af því að verða aldrei veik, þurfti að gleypa þá staðhæfingu ofan í mig með haus og sporði á fimmtudaginn. Af þessu dreg ég þá ályktun að æðri máttarvöld vilji að ég þurfi sem oftast að viðurkenna að ég hafi rangt fyrir mér.
Ég mætti sumsé á æfingu með Stebba og félögum í Listaháskólann á fimmtudagsmorguninn með pínulitla hálsbólgu. Klukkutíma síðar var ég að verða verulega hás og tveimur klukkutímum klukkutímum síðar var ég orðin slagandi. Þegar ég opnaði dyrnar heima um þremur klukkutímum síðar, rétt náði ég að fara úr skónum og beina spýjunni í postulínið. Fór svo í ullarsokka, undir teppi og gáði líkamshitann. Mælirinn sýndi 38,9°C. Hálsbólga, hiti og gubbupest, takk fyrir. Ég hef ekki fengið svona drasl síðan ég fékk hlaupabóluna um 10 ára aldurinn og þetta er enn ekki farið.
Spilaði nú samt með Stebba í gær í fínu sýningunni hans. Mér fannst hún fyndin og sniðug. Stebbi var flinkur og Ævar og Þórunn líka og Jón Geir að sjálfsögðu líka. Það er gaman og gefandi að vinna með flinku fólki og bjargaði mér frá því að hanga heima á bömmer yfir hor og hálsbólgu. Ég fór samt ekki út í frostið í dag, verð að sofa þetta úr mér í nótt.
Hér ætlaði ég að skrifa eitthvað gáfulegt sem skiptir máli, en maður getur ekki hugsað þegar maður hefur ekki getað andað með nefinu í fjóra daga.
Svo er það skírnin hans Magnúsar Bjarts um næstu helgi, þar ætlum við Magni að syngja og spila fyrir hann eitt lítið popplag í G-dúr. Eða kannski ekki beint popplag, meira ballöðu kannski, en engu að síður í G-dúr. Ég er að verða helgarpoppari. En þangað til þetta: Bach, Beethoven, Brahms og Bartók... og nú haldið þið að ég sé á móti tónskáldum sem byrja ekki á B, en það er misskilningur, því sá síðasti heitir Chopin. Hann samdi nefnilega skemmtilegustu Etýður í heimi. Hann er reyndar mjög nálægt því að vera besta tónskáld í heimi, en það ku vera smekksatriði, svo þessa fullyrðingu skyldi ekki skoða sem staðreynd.
langaði nú bara að segja hæ... hæ!
SvaraEyðaæj já og ég er eiginlega líka bara að spila verk eftir B-tónskáld :) Brahms, Bach og Bruch.
kannski er það bara raunin að ef þú heitir eftirnafni sem byrjar á B þá nærðu meiri árangri en ella....
bið að heilsa blokkinni minni!
t