föstudagur, desember 07, 2007

Iðnaðarmenn

Ég pantaði pípara fyrir tveimur mánuðum. Ég er orðin soldið leið á að bíða.

Heimilissíminn bilaði. Ég veit ekkert hvert maður á að snúa sér til að fá gert við síma.

Viftureimin í bílnum er að syngja sitt síðasta.

Bráðum vantar mig rafvirkja.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus10:54 e.h.

    hehe. nú fyrst færðu að læra hvað æðruleysi er gæskan mín. Iðnaðarmenn eru sko engin lömb að leika sér við og þú mátt sko bíða og bíða og bíða og bíða og bíða þar til þér tekst að klófesta einn.

    SvaraEyða
  2. Handlaginn ehf hefur reynst okkur vel. Bara passa upp á að halda greiðslukvittun til haga.

    (nú bankar mín í tré, erum að bíða eftir múrara frá Handlögnum...)

    SvaraEyða
  3. Við fengum loksins pípara til að skipta um blöndunartæki og sturtu á baðinu. Hafðu endilega samband og fáðu númerið hans. Við vorum búin að hafa samband við þrjá og bíða ansi hreint lengi þegar Jón náði í þennan sem sagðist geta komið "mjög fljótlega" og við bara brostum út í annað, en þessi ágæti maður hafði svo samband eftir nokkra daga og mætti á svæðið!

    SvaraEyða