þriðjudagur, desember 11, 2007

Öldruð frænka


Þetta eru miklar uppáhalds frænkur mínar, Karítas Hvönn og Antonía. Þær eru langt frá því að vera tvíburar, Antonía er fædd 1986 og Karítas 1993. Ég hef þekkt þær báðar frá fæðingu. Ég hef hingað til talið mig þekkja þær býsna vel. En á þessari mynd þekki ég þær ekki í sundur. Skyldi það vera ellimerki? Það var einmitt tengt Antoníu, þegar mér fannst ég í fyrsta skipti á ævinni vera orðin gömul. Það var þegar ég sá hana keyra bíl.

7 ummæli:

  1. Ég verð að játa að ég þekki þær heldur ekki í sundur.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:20 f.h.

    Ertu viss um að þetta séu ekki samvaxnir tvíburar?

    SvaraEyða
  3. Ég get svo svarið það! Er Karítas hægra megin?

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus11:42 f.h.

    Antonía vinstra megin og Karítas hægra megin!

    SvaraEyða
  5. Ef Karitas er ekki hægra megin, máttu sparka í sköflunginn á mér...

    SvaraEyða
  6. Mig grunar að Antonía sé sú sem plokkar á sér augabrúnirnar og sé því vinstra megin. En það er það eina sem ég fann til að sjá einhvern mun.

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus12:41 f.h.

    Ótrúlegt hvað þær eru líkar á þessari mynd, því þær eru gjörólíkar!!!
    Mamma

    SvaraEyða