sunnudagur, desember 09, 2007

Lífið er lotterí....

... fyrir suma. Ég vann ekki í lottóinu. Ýkt óheppin.

Hins vegar dauðhreinsaði ég ísskápinn hátt og lágt að innan sem utan. Ókosturinn við það er nú er enn meira áberandi hvað restin af eldhúsinu þyrfti á viðlíka meðferð að halda.

Það er vandlifað.

PS. Vill einhver segja mér hvert maður leitar til að fá gert við heimilissíma?

3 ummæli:

  1. Nafnlaus11:01 e.h.

    Iss, aldrei vinn ég í lottóinu, enda man ég aldrei eftir að kaupa miða.
    Nútíma heimilistæki eru miðuð við að maður hendi þeim ef þau bila. Ég er nýbúin að kaupa mér nýmóðins snúrulausa heimilissíma. Tvö tæki, kostuðu kúk og kanel í Elko.
    Mín kenning er sú að heimilistæki á hverjum tíma hafi sama líftíma og hjónabönd á sama tíma. Pabbi og mamma áttu tæki sem entust í 50 ár. Við Finnur áttum tæki sem entust í 20 ár. Núna kallast gott að ef þau endast í fimm ár og þá á maður að henda þeim, ekki láta sér detta í huga að láta gera við þau. Það er hagkvæmara að fá sér nýtt, sem styður hjónabands/heimilistækja-kenninguna mína.

    SvaraEyða
  2. Sölumaðurinn sem seldi mér síðasta síma, sagði mér að kaupa þann ódýrasta, þetta væri hvort eð er drasl og borgaði sig aldrei að gera við.
    Það er líklega margt til í kenningu Rannveigar hér að ofan, en mitt hjónaband á að baki a.m.k. þrjá síma en stendur enn og bara nokkuð þokkalega, takk.

    SvaraEyða
  3. ég myndi náttla ráðleggja þér að hringja í Símann...

    SvaraEyða