Þó er galli á gjöf Gvends og grunaði ekki Njörð. Þetta er óumhverfisvænasta nammi í heimi, enda alamerísk framleiðsla. Kexinu er pakkað í pappakassa og hverjum tveimur kexkökum pakkað í álpappír.
Því er ég þess fullviss að við Íslendingar getum gert enn betur með okkar heimsfrægu nammiframleiðsluhæfileika að vopni. Hvað er alíslenskara en Sæmundur í sparifötunum og hvað er alíslenskara en kexverksmiðja að nafni Frón?
Ég skora hér með á kexverksmiðjuna Frón að súkkulaðihúða Sæmund og pakka inn í umhverfisvænar umbúðir úr óbleiktum, endurvinnanlegum pappa.
Til hamingju, Frónverjar, heimsyfirráð eru í augnsýn!
Mitt stig fer til Stollen brauðs, helst marsípanfylltu. Ég á m.a.s. svoleiðis ef þig langar í kaffi... ég verð heima í próflestri.
SvaraEyðaEr þetta þá Sæmundur í kjólfötum???
SvaraEyðakveðja
Rannveig Árna
Já, úps, ég gleymdi að birta nafnið á nýju afurðinni, ég ætlaði að gera það að tillögu minni að hún héti Sæmundur í samkvæmisklæðnaði, en kjólföt eru ekki síðri galli en samkvæmis...
SvaraEyðajá takk, ég eeeeeelska súkkulaðihúðað oreokex. amma á alltaf til svoleiðis í ísskápnum. það er svo geggjað gott ískalt með rjúkandi kaffibolla:p
SvaraEyða