þriðjudagur, desember 04, 2007

Áskorun

Ég hallast að því að besta nammi í heimi (fyrir utan heimabakað ömmubakkelsi) sé súkkulaðihúðað oreo kex. Framleiðandinn fær fullt hús stiga fyrir hugmyndina. Hann var búinn að finna upp besta kex í heimi... hmmm... látum okkur nú sjá, hvernig er hægt að gera best enn betra? Aha! Með súkkulaðihúð.

Þó er galli á gjöf Gvends og grunaði ekki Njörð. Þetta er óumhverfisvænasta nammi í heimi, enda alamerísk framleiðsla. Kexinu er pakkað í pappakassa og hverjum tveimur kexkökum pakkað í álpappír.

Því er ég þess fullviss að við Íslendingar getum gert enn betur með okkar heimsfrægu nammiframleiðsluhæfileika að vopni. Hvað er alíslenskara en Sæmundur í sparifötunum og hvað er alíslenskara en kexverksmiðja að nafni Frón?

Ég skora hér með á kexverksmiðjuna Frón að súkkulaðihúða Sæmund og pakka inn í umhverfisvænar umbúðir úr óbleiktum, endurvinnanlegum pappa.

Til hamingju, Frónverjar, heimsyfirráð eru í augnsýn!

4 ummæli:

  1. Mitt stig fer til Stollen brauðs, helst marsípanfylltu. Ég á m.a.s. svoleiðis ef þig langar í kaffi... ég verð heima í próflestri.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus1:18 e.h.

    Er þetta þá Sæmundur í kjólfötum???
    kveðja
    Rannveig Árna

    SvaraEyða
  3. Já, úps, ég gleymdi að birta nafnið á nýju afurðinni, ég ætlaði að gera það að tillögu minni að hún héti Sæmundur í samkvæmisklæðnaði, en kjólföt eru ekki síðri galli en samkvæmis...

    SvaraEyða
  4. já takk, ég eeeeeelska súkkulaðihúðað oreokex. amma á alltaf til svoleiðis í ísskápnum. það er svo geggjað gott ískalt með rjúkandi kaffibolla:p

    SvaraEyða