Nú hefur endanlega verið gengið fram af mér. Ég læt ekki bjóða mér þetta og nú verður gripið til róttækari aðgerða en bloggs.
Ég var að tala við ömmu mína, en hún og afi eru þvinguð til þess af yfirstjórn landsins til að lepja dauðann úr skel eftir að hafa unnið 7 daga vikunnar í marga áratugi.
Ég ætla að skrifa Helga í Góu og Pétri Blöndal bréf og spyrja hvort þeir vilji verða vinir mínir. Ef Helgi í Góu vill stofna með mér bandalag gegn lífeyrissjóðum, þá skal hafin herferð gegn slíkum skítseiðisstofnunum og lög og starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins skal allt endurskoðað og því svoleiðis umturnað svo einhver á landinu kunni að hafa verðskuldað gagn af þeirri prumphít.
Flott plan!
SvaraEyðaHeyr, heyr.
SvaraEyðaÞað er ekki einu sinni hægt að gifta sig til að ná út lífeyrnum, það var þó alla vega hægt með sparimerkin sem ríkið tók af launum fólks hér áður fyrr.
kveðja
Rannveig Árna