Fréttirnar eru fullar af hroðafréttum um Kúbu. Ég veit vel að það er víða pottur brotinn í stjórnarháttunum þar á bæ, en það er það bara mjög víða annars staðar. Þjóðhöfðingi með hreinan skjöld er vandfundinn í veröldinni og þó svo að hægt sé að finna að ýmsu við stjórnarhætti Kastros, þá er það mjög villandi að bera Kúbu iðulega saman við vestræn ríki eins og fréttamönnum er tamt. Samfélagið á Kúbu kemur mjög vel út í samanburði við grannríki á borð við Haiti, Honduras og Dóminíkanska lýðveldið. Ofan á allt saman er heimsbyggðin látið trúa því að fátækt hafi fyrst litið dagsins ljós á Kúbu eftir byltinguna. Af hverju var gerð bylting á Kúbu?
Svo ég beiti sömu aðferðum og fréttamenn og haldi áfram að bera Kúbu saman við ósamanburðarhæf lönd eins og Bandaríkin, þá held ég t.d. að þó fátækt sé mikil á Kúbu, að þá sé auðveldara að vera fátækur á Kúbu en í Bandaríkjunum. Á Kúbu geturðu t.d. farið til læknis þótt þú sért fátækur, jafnvel farið í skóla, en það er ekki hægt í Bandaríkjunum. Ég er nú bara ósköp venjulegur Íslendingur, ekkert mjög illa stæður fátæklingur, en ég hef afskrifað framhaldsnám í Bandaríkjunum vegna skólagjalda.
Þetta er allt tómt prump. Það að bera Kúbu saman við Bandaríkin og önnur vestræn ríki er eins og að bera Eþíópíu saman við Bretland.
Að lokum vil ég minna á þau gömlu góðu sannindi að kenningin um að sykur sé óhollur er ekkert annað en kapítalískt samsæri, því þær raddir fóru ekki að heyrast fyrr en Bandaríkjamenn settu útflutningsbann á kúbanska sykurinn. Borðið sykur og nóg af honum!
Verði ykkur að góðu,
Sammála öllu nema þessu með sykurinn.
SvaraEyðaSykur er allavega bókað ekki nándar nærri eins óhollur og gervisykurviðbjóðurinn.
SvaraEyðaJa, ég held nú að Bandaríkjamenn borði mest af öllum íbúum heims af sykri, svo ekki hefur nú sá áróður náð eyrum þeirra.
SvaraEyðaEn sykur er samt óhollur kæra frænka, alla vega hvítur sykur.
Mér skilst að maður hafi ekki bragðað alvöru Mojito fyrr en hann hafi verið gerður með ekta sykurreyr. umm namm, gott að eiga ýmislegt eftir. Varstu ekki annars að hvetja menn til að drekka Mojito á Kúbu?
SvaraEyðaÞað sem eftir stendur allavega er að mig langar þangað að fá mér alvöru Mojito og læra "kúbversku" af mátulega fátækum "Kúbverja". Svo þegar maður er nægilega drukkinn þá getur maður ullað í áttina að Flórída. Muwhahahaha, en samt þyrfti maður að ulla á spænsku, þ.e ef maður ætlaði sér að ná til sem flestra.
Heyrðu nú, elskan mín. Sykur er MEIN óhollur, að ég tali nú ekki um árans gervisykurinn. Má ég nú frekar biðja um kíló af sykri en 2 korn af gervisykri. Við vitum nefnlilega hvaða afleiðingar sykurinn hefur en óhollusta gervisykurs er smámsaman að verða lýðnum kunnur. Hann ku til dæmis vera mjög lystaukandi. Fólk notar hann þó venjulega með það að markmiði að bæta síður á sig kílóum. Kristín frænka þín er alveg sammmála mér - sit hjá henni í kaffi (á borðum eru kökur sem innihalda kúbverskan hvítan sykur). Hún biður að heilsa þér.
SvaraEyðaKærar kveðjur í bæinn. Múttó
Æ, þetta átti ekki að koma "nafnlaust" er bara farin að ryðga í að senda "comment" á bloggsíður. Vona að gangi betur næst. Fæ kanske endurhæfingu hjá þér, næst þegar ég hitti þig! Mamman þín
SvaraEyðaSykur er hollur fyrir sálina. Á hinn bóginn eru sykursýki, offita og skemmdar tennur óhollar fyrir sálina.
SvaraEyðaÆtli gamla góða húsráðið, éttu það sem þér sýnist, bara ekki mjög mikið af því, dugi ekki best í þessu sem öðru.