þriðjudagur, maí 27, 2008

Ég skíri þig...

Mig hálfsvíður í eyrun þegar ég heyri fólk tala um að einhver hafi skírt fyrirtækið sitt HJK-Group, skírt vöruna sína Hoppogskoppprótín, skíra gæludýrin sín Snati, Huppa og Hyrna, skíra þetta og skíra hitt. Það að gefa einhverju eitthvað nafn er ekki það sama og að skíra það. Fólk er skírt til trúar. Talað er um að taka skírn þegar maður gengur í söfnuð. En bara síðast í fyrradag las ég í 24 stundum að Margrét, móðir Valgeirs Guðjónssonar, hafi skírt vörulínuna sína M-Design. Ég sá bara fyrir mér sérhannaða trúarathöfn fyrir viðskiptajöfra, vígt vatn og ritningarlestra. "Ég skíri þig M-Design í von um skjótan gróða, auð og völd í nafni Mammons, megi hann verða þér, kæra vörulína, hliðhollur í einu og öllu um ókomna tíð."

3 ummæli:

  1. Nafnlaus1:36 f.h.

    Komdu sæl, mín kæra.

    Ég á von á að málfarið sé blaðamannsins. Finnst þér það ekki líklegt?

    Þú ættir að sjá kvöldroðann sem prýðir Héraðshimininn núna, kvöldroðann sem kætir ........ í stað morgunroðanns sem vætir og mígur í allt!! Og ég að hefja 5 daga frí, þá fer örugglega að rigna :)
    Hlakka til að hitta ykkur - kveðjur kærar í bæinn þinn.
    Mamman þín

    SvaraEyða
  2. Hjartanlega sammála þér eins og svo oft áður. Svo óska ég ykkur bara góðrar ferðar, gat kastað kveðju á Davíð í síma í gær og bað hann að knúsa þig frá okkur.
    Næst sjáumst við væntanlega á Héraði seinnipartinn í júni!

    SvaraEyða
  3. Útlendingurinn í mér þýddi þetta átómatískt í huganum yfir á engilsaksnesku... ég minnist þess ekki að hafa heyrt fólk segja: "I baptised my dog" eða "I christened my product line" :D (já og Davíð, þetta er NZ-spelling)

    SvaraEyða