laugardagur, maí 17, 2008

Tímamót

Ég brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í gær með burtfararpróf í tónsmíðum.

Ég lagði fram möppu með tveimur stökum tónverkum frá því í fyrra og svo lokaverkefnið, sönglagaflokkinn Ljóðasmygl og skáldarán, sem eru sönglög við ljóð Andra Snæs Magnasonar úr samnefndri ljóðabók. Karólína Eiríksdóttir prófdæmdi. Ég sá einkunnina mína í fyrsta skiptið þegar ég opnaði umslagið með skírteininu mínu. Ég var svo hissa að ég sat í gærkvöldi og glápti á umsögnina. Ég ætlaði að vera löngu útskrifuð úr þessum skóla, en tók, eins og flestum er kunnugt um, nokkrar krókaleiðir að lokatakmarkinu. Píanóið var markmiðið í upphafi, en eftir fyrsta tónsmíðatímann vissi ég svosem alveg að það yrði ekki aftur snúið, þó ég fengist ekki til að viðurkenna það strax. Og í dag sé ég ekki eftir því.

Pabbi hefði orðið 52 ára í dag. Ég heyrði í ömmu í tilefni dagsins, ætla að hringja í Grétu og litla bróður líka og elda svo góðan mat í kvöld.

Mennirnir elska, missa, gráta og sakna.

7 ummæli:

  1. Innilega til hamingju með útskriftina. Stórkostlegt hjá þér. Hlakka til að heyra dásemdirnar einhvern daginn. Hver veit nema við hittumst aftur bráðum. En fáum við ekkert að vita einkunnina?

    Samúðarkveðjur á afmælisdegi pabba þíns. Knús knús knús.

    SvaraEyða
  2. Hey snusan min, tad er pabbadagur i dag. Hugsa til tin allar sekundur minutunnar, trilljon kossar! K

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus1:02 e.h.

    Til hamingju með það!

    SvaraEyða
  4. Til hamingju með tónsmiðssveinsprófið. Láttu vita hvort og hvar og hvenær stykkin verða spiluð

    SvaraEyða
  5. Innilega til hamingju með þetta Þórunn Gréta mín! Ég verð nú bara að viðurkenna að ég er pínu forvitin um þessa einkunn...

    Alla vega vona ég að við sjáumst nú allra fyrst, spurning um burtfarartónleika í Köben??

    SvaraEyða
  6. Hæhæ og til hamingju með útskriftina! Bestu kveðjur, Ingileif

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus6:24 e.h.

    Hjartanlega til hamingju með útskriftina Þórunn mín. Hlakka til að heyra þín fögru tónverk í framtíðinni :)

    Gangi þér sem allra best...Knús í kotið.

    p.s. Pabbi þinn er stoltur.

    SvaraEyða