mánudagur, september 08, 2008

Hydroxicut

Í auglýsingunni segir læknirinn:

"Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem nota hydroxicut með æfingum og réttu mataræði grennast helmingi hraðar"

Nú spyr ég:
Helmingi hraðar en hverjir? Þeir sem sitja í sófanum heima hjá sér og éta mæjónesu?

Nú slæ ég varnagla:
Búturinn "með æfingum og réttu mataræði" er lykilatriði í setningunni.
Þeir sem nota hydroxicut og gleyma svo að mæta í ræktina grennast þá væntanlega ekki helmingi hraðar skv. rannsóknunum sem um ræðir.
Hins vegar er spurning hvernig sé með þá sem sinna æfingum samviskusamlega og borða skynsamlega. Þurfa þeir hydroxicut? Er ekki bara heilbrigt að grennast á þeim hraða sem líkaminn þarf?

Nú vona ég að allir sem kunna að vera ginnkeyptir fyrir megrunarvörum beiti gagnrýnni hugsun þegar þeir lesa slagorð og hitti varnaglann á höfuðið. Það er ekki mitt að gera fæðubótarefnisframleiðendur ríka. Þeir verða að vinna fyrir peningunum sínum sjálfir.

Munið: Ekkert í heiminum jafnast á við góðan mat og fátt í heiminum jafnast á við náttúrulega endorfínframleiðslu.

Borðið og njótið, kæru lesendur.

4 ummæli:

  1. Nafnlaus1:22 e.h.

    sæl vina mín.
    Á þessari öld hraða og tímaleysis finna margir fljótt að það er óraunhæft að ætla sér að borða rétt og jafnt úr öllum fæðuflokkum, á hverjum degi, í marga daga, vikur, ár, áratugi....
    Ég nýt þess að borða. Liturinn, lyktin, áferðin, bragðið...
    Ég er þó ekki sannfærð um ágæti alls matar og hvað síst þegar hormónabættur jarðvegur er farin að flýta uppskerunni. Gulrætur "mass" framleiddar í tilraunaglösum. Ávextir sem þroskuðust eigi á trénu heldur í gámnum á leið sinni hingað...
    Sykur - og vatnsbættar kjúklingabringur...
    Ég nýt þess svo sannarlega að slafra í mig geggjuðum Herbalife sjeik á morgnanna. Með öllum þeim næringar - og bætiefnum sem ég þarfnast.

    SvaraEyða
  2. Haha, mikill sannleikur, maður verður að velja matinn sinn vel, en það er frekar auðvelt. Lífrænt og Fair Trade er fullkomin leið, að vísu fer maður á hausinn ef maður kaupir allt lífrænt og Fair Trade, en ef allir velja það, þá hlýtur það að enda sem standardinn. Gamla góða "Think globally, act locally". Ég bý mér til sjeik úr ávöxtum og tek lýsi. Það er náttúrulega fæðubótarefni, ef út í það er farið, en skapar Íslendingum atvinnu ;) En já, það er vandlifað.. ég mótmæli því ekki..

    SvaraEyða
  3. Af öllu því illa í heiminum, myndi ég áætla að sú vara sem kemst næst því að vera frá Helvíti komin, sé einmitt megrunarvaran öllsömul. Hreyfa sig og borða rétt ku virka svo langbest að hitt er svipur hjá sjón.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus7:01 e.h.

    Sko, í auglýsingunni var þetta ekki fitubrennsluefni, heldur fitubrennsuefni. Vantaði þarna eitt frægt ELL, svo ég leyfi mér að efa virknina.

    Nú er búið að laga auglýsinguna og ég ekki lengur fyndin í partíum að benda á þessi dásamlegu mistök.

    Habbðu það gott mín kæra.

    Kveðja
    Ingunn BéBéKú

    SvaraEyða