Sigurjón Torfi kom í heimsókn um helgina og það var alveg ótrúlega gaman hjá okkur. Gréta var í stúdíói með Dúkkulísunum og Sigurjón Torfi var ótrúlega duglegur að vera mömmulaus í tvo daga. Við fórum m.a. í göngutúr niður í bæ á laugardaginn, gengum í gegnum mótmælaþvöguna og inn í Kolaport, því við höfðum lesið í blöðunum að þar yrði maður að selja DVD með hinum ódauðlegu tékknesku klaufabárðum, sem reyndist rétt og við fjárfestum í eintaki. Svo heimsóttum við frændfólkið í vesturbænum og enduðum uppi í sófa undir teppi. Á sunnudaginn horfðum við á klaufabárðana. Þeir eru alveg dásamlegt barnaefni. Ofbeldis- og ádeilulaust, bara einhverjir tveir karlar að eyðileggja og klúðra hvor fyrir öðrum og aldrei slettist upp á vinskapinn! Þeir standa saman í blíðu og stríðu og hugsanlega er hægt að læra af þeim hvernig maður á ekki að gera hlutina. En svo er náttúrulega hægt að hlæja heil ósköp af þeim.
Svo kom Ásta Kristín í heimsókn og hún og Sigurjón Torfi urðu sko rosalega góðir vinir. Gréta kom svo seinni partinn og við kvöddumst á flugvellinum um sexleytið. Alltaf súrt að kveðja og súrt að vera langt í burtu, en jafn svakalega gaman að hittast...
Varðandi þjóðmálin, þá var Sigga Lára með bestu hugmyndina sem ég hef séð hingað til að byltingu. Við andsjálfstæðismenn gerum bara innrás í Sjálfstæðisflokkinn og verðum í meirihluta á flokksþingi. Málið dautt, þurfum ekkert að tuða. Láta bara verkin tala.
Takk fyrir í bili, ég er lögst í próflestrarhýði.
Tékknesku klaufabárðarnir eru alveg yndislegir. Hvar náðir þú í þá?
SvaraEyðaTékkar eru frábærir sögumenn, Lata Gréta er tékknesk :)
kv.
Rannveig Árna
Krúttbörn! Þið eruð fallegustu verur sem ég hef séð! Eru til myndir af Vesturbæjarstóðinu öllum í hnút?
SvaraEyðaK